Volkswagen toppar Toyota í sölu Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2016 09:25 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Á meðan Volkswagen bílafjölskyldan hefur selt 1,5% fleiri bíla á fyrri helmingi ársins hefur Toyota selt 0,6% færri bíla en á sama tíma í fyrra. Það gerir Volkswagen stærsta bílaframleiðanda heims þessa fyrstu 6 mánuði ársins. Volkswagen seldi 5,12 milljón bíla frá janúar til júní, en Toyota seldi 4,99 milljón bíla. Það sem skýrir út örlítið minni sölu Toyota bíla á þessu ári er ekki minnkandi eftirspurn eftir Toyota bílum, heldur hin ýmsu ytri áföll sem stöðvað hafa framleiðslu Toyota bíla, svo sem jarðskjálfta og sprengingar sem stöðvað hafa framleiðslu í eigin verksmiðjum og hjá birgjum Toyota. Toyota hefur fjögur síðustu ár verið söluhæsti bílaframleiðandi heims og rétt náði að taka framúr Volkswagen á seinni helmingi síðasta árs, en líkt og í ár var Volkswagen með forystuna er árið var hálfnað. Hvort það gerist einnig í ár er erfitt að segja til um. Volkswagen á von á því að salan fari eitthvað lítið yfir heildarsöluna í fyrra sem nam 9,93 milljón bílum. Það sem skýrir góða sölu Volkswagen eru undirmerkin Audi, Porsche og Skoda og einnig gengur ágætlega hjá hinu spænska bílamerki Seat. Þá virðist mikil sala bíla í Evrópu og Kína hjálpa sölu Volkswagen bílafjölskyldunnar meira en Toyota. Sú staðreynd vinnur upp dræma sölu Volkswagen bíla í Bandaríkjunum sökum dísilvélasvindls Volkswagen. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims er svo GM með 4,76 milljón bíla selda, en sala GM hefur minnkað um 1,2% frá því í fyrra. Sala Toyota Prius hefur fallið mikið í Bandaríkjunum þar sem Bandaríkjamenn kjósa nú í meira mæli stóra jeppa og pallbíla vegna lækkunar bensínverðs og það hjálpar ekki sölu Toyota. Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent
Á meðan Volkswagen bílafjölskyldan hefur selt 1,5% fleiri bíla á fyrri helmingi ársins hefur Toyota selt 0,6% færri bíla en á sama tíma í fyrra. Það gerir Volkswagen stærsta bílaframleiðanda heims þessa fyrstu 6 mánuði ársins. Volkswagen seldi 5,12 milljón bíla frá janúar til júní, en Toyota seldi 4,99 milljón bíla. Það sem skýrir út örlítið minni sölu Toyota bíla á þessu ári er ekki minnkandi eftirspurn eftir Toyota bílum, heldur hin ýmsu ytri áföll sem stöðvað hafa framleiðslu Toyota bíla, svo sem jarðskjálfta og sprengingar sem stöðvað hafa framleiðslu í eigin verksmiðjum og hjá birgjum Toyota. Toyota hefur fjögur síðustu ár verið söluhæsti bílaframleiðandi heims og rétt náði að taka framúr Volkswagen á seinni helmingi síðasta árs, en líkt og í ár var Volkswagen með forystuna er árið var hálfnað. Hvort það gerist einnig í ár er erfitt að segja til um. Volkswagen á von á því að salan fari eitthvað lítið yfir heildarsöluna í fyrra sem nam 9,93 milljón bílum. Það sem skýrir góða sölu Volkswagen eru undirmerkin Audi, Porsche og Skoda og einnig gengur ágætlega hjá hinu spænska bílamerki Seat. Þá virðist mikil sala bíla í Evrópu og Kína hjálpa sölu Volkswagen bílafjölskyldunnar meira en Toyota. Sú staðreynd vinnur upp dræma sölu Volkswagen bíla í Bandaríkjunum sökum dísilvélasvindls Volkswagen. Þriðji stærsti bílaframleiðandi heims er svo GM með 4,76 milljón bíla selda, en sala GM hefur minnkað um 1,2% frá því í fyrra. Sala Toyota Prius hefur fallið mikið í Bandaríkjunum þar sem Bandaríkjamenn kjósa nú í meira mæli stóra jeppa og pallbíla vegna lækkunar bensínverðs og það hjálpar ekki sölu Toyota.
Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent