50 Cent býðst til að bjarga Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2016 15:27 Ef til vill ætti BBC að íhuga gott boð 50 Cent. Rapparinn 50 Cent er mikill bílaáhugamaður og horfir á hvern þátt af Top Gear. Honum þykir mjög miður hvernig komið er fyrir þáttunum sem áður voru svo vinsælir. Hann telur sig hafa lausn á því en hún er í því fólgin að ráða hann sem einn af þáttastjórnendum hans. Þetta hefur hann boðið BBC og telur að hann eigi mikið erindi í þáttinn, ekki síst í ljósi þess að hann á eitt magnaðasta bílasafn sem um getur og hefur brennandi áhuga á bílum. 50 Cent bendir á að það muni BBC skildinginn, en margborga sig samt. Í bílasafni 50 Cent er að finna bíla eins og nokkra Lamborghini Murcielago, Rolls Royce og Bentley. 50 Cent er ekki heldur óvanur myndavélunum því hann hefur leikið talsvert í kvikmyndum og þáttum og þykir auk þess búa að góðri viðtalstækni og húmor. Ef til vill ætti BBC að íhuga vel gott tilboð hans. Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent
Rapparinn 50 Cent er mikill bílaáhugamaður og horfir á hvern þátt af Top Gear. Honum þykir mjög miður hvernig komið er fyrir þáttunum sem áður voru svo vinsælir. Hann telur sig hafa lausn á því en hún er í því fólgin að ráða hann sem einn af þáttastjórnendum hans. Þetta hefur hann boðið BBC og telur að hann eigi mikið erindi í þáttinn, ekki síst í ljósi þess að hann á eitt magnaðasta bílasafn sem um getur og hefur brennandi áhuga á bílum. 50 Cent bendir á að það muni BBC skildinginn, en margborga sig samt. Í bílasafni 50 Cent er að finna bíla eins og nokkra Lamborghini Murcielago, Rolls Royce og Bentley. 50 Cent er ekki heldur óvanur myndavélunum því hann hefur leikið talsvert í kvikmyndum og þáttum og þykir auk þess búa að góðri viðtalstækni og húmor. Ef til vill ætti BBC að íhuga vel gott tilboð hans.
Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent