Fljótandi bílagöng í fjörðum Noregs Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2016 10:35 Fljótandi bílagöngin gætu litið svona út neðansjávar. Margir af fjörðum Noregs eru svo djúpir að ógerlegt er að grafa bílagöng undir þá líkt og gert var undir Hvalfjörð hér á landi, né heldur að brúa þá vegna mikillar breiddar og dýptar þeirra. Engu að síður eru Norðmenn með mikil áform um að þvera sína firði fyrir bílaumferð. Það yrði þó gert með einkar nýstárlegum hætti og hefur norska ríkið eyrnamerkt 3.050 milljarða króna til þess. Lausn Norðmanna er fólgin í því að setja fljótandi göng undir firðina á um það bil 30 metra dýpi. Þessi lausn er þó alls ekki einföld í framkvæmd og krefst mikilla rannsókna, ekki síst til að standast álag í verstu veðrum. Meiningin er að leggja tvö pípugöng undir hvern þann fjörð sem þveraður verður, ein fyrir hvora átt umferðarinnar. Ef af þessum fyrirætlunum Normanna verður er um að ræða fyrstu slíku fljótandi göng í heiminum. Norski herinn hefur bent á að ef af þessum fljótandi göngum verður muni það hefta ferðir kafbáta norska hersins en líklega yrði horft framhjá þeim ókosti. Í fyrirætlunum norska ríkisins er ráðgert að þessi fljótandi göng verði tilbúin árið 2035. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent
Margir af fjörðum Noregs eru svo djúpir að ógerlegt er að grafa bílagöng undir þá líkt og gert var undir Hvalfjörð hér á landi, né heldur að brúa þá vegna mikillar breiddar og dýptar þeirra. Engu að síður eru Norðmenn með mikil áform um að þvera sína firði fyrir bílaumferð. Það yrði þó gert með einkar nýstárlegum hætti og hefur norska ríkið eyrnamerkt 3.050 milljarða króna til þess. Lausn Norðmanna er fólgin í því að setja fljótandi göng undir firðina á um það bil 30 metra dýpi. Þessi lausn er þó alls ekki einföld í framkvæmd og krefst mikilla rannsókna, ekki síst til að standast álag í verstu veðrum. Meiningin er að leggja tvö pípugöng undir hvern þann fjörð sem þveraður verður, ein fyrir hvora átt umferðarinnar. Ef af þessum fyrirætlunum Normanna verður er um að ræða fyrstu slíku fljótandi göng í heiminum. Norski herinn hefur bent á að ef af þessum fljótandi göngum verður muni það hefta ferðir kafbáta norska hersins en líklega yrði horft framhjá þeim ókosti. Í fyrirætlunum norska ríkisins er ráðgert að þessi fljótandi göng verði tilbúin árið 2035.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent