Sala tengiltvinnbíla jókst um 448% Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2016 09:05 Volkswagen Golf GTE. Sala HEKLU á tengiltvinnbílum, þ.e. bílum sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, var 448% meiri fyrstu sex mánuði ársins 2016 en á sama tímabili í fyrra og algjör sprenging hefur orðið í sölu vistvænna bifreiða hjá umboðinu. Það sem af er árinu hefur HEKLA þegar selt fleiri tengiltvinnbíla en allt árið 2015. „Íslenskir bíleigendur eru að verða æ meðvitaðri um kosti vistvænna bifreiða og þessi gríðarlega aukning í sölu tengiltvinnbíla hjá HEKLU ber þess skýr merki. HEKLA er leiðandi á þessum markaði, bæði hvað varðar fjölda vörumerkja sem og fjölda tegunda og við höldum ótrauð áfram að þjóna viðskiptavinum okkar um allt land,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU. Söluhæstur tengiltvinnbíla er Volkswagen Golf GTE en sú tegund er jafnframt með 35% markaðshlutdeild i þessum flokki. Bílar frá HEKLU eru með 55% markaðshlutdeild í flokki tengiltvinnbíla. Í töflunni hér að neðan má sjá sölu tengiltvinnbíla á Íslandi á þessu tímabili. Sala tengiltvinnbíla hefur stóraukist en minnkað í rafmagnsbílum á fyrstu 6 mánuðum ársins. Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent
Sala HEKLU á tengiltvinnbílum, þ.e. bílum sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni, var 448% meiri fyrstu sex mánuði ársins 2016 en á sama tímabili í fyrra og algjör sprenging hefur orðið í sölu vistvænna bifreiða hjá umboðinu. Það sem af er árinu hefur HEKLA þegar selt fleiri tengiltvinnbíla en allt árið 2015. „Íslenskir bíleigendur eru að verða æ meðvitaðri um kosti vistvænna bifreiða og þessi gríðarlega aukning í sölu tengiltvinnbíla hjá HEKLU ber þess skýr merki. HEKLA er leiðandi á þessum markaði, bæði hvað varðar fjölda vörumerkja sem og fjölda tegunda og við höldum ótrauð áfram að þjóna viðskiptavinum okkar um allt land,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri HEKLU. Söluhæstur tengiltvinnbíla er Volkswagen Golf GTE en sú tegund er jafnframt með 35% markaðshlutdeild i þessum flokki. Bílar frá HEKLU eru með 55% markaðshlutdeild í flokki tengiltvinnbíla. Í töflunni hér að neðan má sjá sölu tengiltvinnbíla á Íslandi á þessu tímabili. Sala tengiltvinnbíla hefur stóraukist en minnkað í rafmagnsbílum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent