Í frétt frá The Telegraph kemur fram að sögusvið myndarinnar hefjist á Íslandi. Þar má sjá Nicky Parsons, sem leikinn er af Julia Stiles, brjótast inni í höfuðstöðvar hakkara og stela leynilegum CIA-gögnum en í myndinni gerist atriðið á Íslandi.
Atriði sem á að gerast á flugvelli í Reykjavík var tekið upp á Tenerife og annað sem á að gerast hér á landi var tekið upp í London. Bourne er leikstýrt af Paul Greengrass. Auk Damon og Stiles leika þau Alicia Vikander, Tommy Lee Jones og Vincent Cassel í Jason Bourne.