Fiat Chrysler laug til um sölu Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2016 15:29 Jeep Wrangler, en Jeep, RAM og Dodge merkin heyra einnig undir Fiat Chrysler bílasamstæðuna. Rannsókn á vegum FBI og Securities and Exchange Commissions hefur leitt í ljós að bílaframleiðandinn Fiat Chrysler sagði rangt frá um sölu bíla sinna í lok síðasta árs. Yfirmenn Fiat Chrysler hafa viðurkennt að hafa logið til um sölutölur undir mikilli pressu að sýna áframhaldandi vöxt. Lugu þeir til um þúsundir bíla til að fegra tölurnar til að viðhalda þeirri mögnuðu tölfræði að vöxtur hefði átt sér stað 75 mánuði í röð og mátti fyrirtækið ekki til þess hugsa að þeirri miklu sigurgöngu lyki. Þeir hafa einnig viðurkennt að hafa logið til um sölutölur í ár. Það að hafa aukið sölu sína í 75 mánuði í röð hafði aldrei gerst áður hjá nokkrum bílaframleiðanda, eða allt frá árinu 2009 í tilfelli Fiat Chrysler og það skildi verja með öllum tiltækum ráðum og á endanum með því að ljúga til um sölutölur. Það var ekki fyrr en Fiat Chrysler hafði fengið fyrirspurn um þetta sölutölusvindl frá FBI og Securities and Exchange Commissions sem því var hætt. Ekki er ljóst hvaða refsing býður Fiat Chrysler, en rannsóknin er nýafstaðin og forvitnilegt verður að sjá hversu alvarlegum augum þetta verður litið. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent
Rannsókn á vegum FBI og Securities and Exchange Commissions hefur leitt í ljós að bílaframleiðandinn Fiat Chrysler sagði rangt frá um sölu bíla sinna í lok síðasta árs. Yfirmenn Fiat Chrysler hafa viðurkennt að hafa logið til um sölutölur undir mikilli pressu að sýna áframhaldandi vöxt. Lugu þeir til um þúsundir bíla til að fegra tölurnar til að viðhalda þeirri mögnuðu tölfræði að vöxtur hefði átt sér stað 75 mánuði í röð og mátti fyrirtækið ekki til þess hugsa að þeirri miklu sigurgöngu lyki. Þeir hafa einnig viðurkennt að hafa logið til um sölutölur í ár. Það að hafa aukið sölu sína í 75 mánuði í röð hafði aldrei gerst áður hjá nokkrum bílaframleiðanda, eða allt frá árinu 2009 í tilfelli Fiat Chrysler og það skildi verja með öllum tiltækum ráðum og á endanum með því að ljúga til um sölutölur. Það var ekki fyrr en Fiat Chrysler hafði fengið fyrirspurn um þetta sölutölusvindl frá FBI og Securities and Exchange Commissions sem því var hætt. Ekki er ljóst hvaða refsing býður Fiat Chrysler, en rannsóknin er nýafstaðin og forvitnilegt verður að sjá hversu alvarlegum augum þetta verður litið.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent