Leikstjóri myndarinnar er Jordan Vogt-Roberts en með aðalhlutverk fara Tom Hiddleston, Óskarsverðlaunahafinn Brie Larson, Samuel L. Jackson og John Goodman.
Um er að ræða enn eina King Kong-myndina og er ætlað að vera einhverskonar forsaga þeirrar veru. Verður myndin hluti af áætlun Legendary um að stofna svokallaðan skrímsla-kvikmyndaheimi en Kong: Skull Island verður frumsýnd á næsta ári, Godzilla 2 árið 2018 og Godzilla VS. Kong árið 2020.