Evran ekki verið ódýrari síðan 2008 Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. júlí 2016 08:45 Stór hluti utanríkisviðskipta Íslendinga er við ríki sem nota evru sem gjaldmiðil. NordicPhotos/Getty Gengi evru gagnvart krónu hefur verið undir 135 síðustu þrjá daga og hefur ekki verið lægra síðan í september árið 2008, eða í tæp átta ár. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, segir skýringuna helst vera þá að evran hafi lækkað vegna óróleika á evrópskum mörkuðum, meðal annars vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Breta úr ESB og tilraunar til valdaráns í Tyrklandi. Þá hafi krónan einfaldlega styrkst undanfarið af völdum gjaldeyrisinnflæðis vegna erlendra ferðamanna. Sem dæmi jókst erlend kortavelta um 40 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Erna segir áhrif af lækkun á gengi evrunnar meðal annars geta komið fram í utanríkisviðskiptum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var hlutdeild evru í vöruútflutningi 27 prósent á síðasta ári og 36 prósent í innflutningi. „Þannig að maður getur líklega séð meiri innflutning frá evrulöndunum og svo getur þetta dregið úr útflutningi þegar evran veikist svona.“ Erna segir vandasamt að spá fyrir um framtíðina, en hún muni meðal annars ráðast af viðbrögðum Seðlabanka Íslands. Losun hafta gæti haft í för með sér útstreymi gjaldeyris sem myndi vega á móti styrkingu krónunnar. Þá sé spurning hvort Seðlabankinn muni grípa mikið inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að halda gengi krónunnar stöðugu gagnvart evrunni, eins og gert hefur verið hingað til. Erna bendir á að ef krónan heldur áfram að styrkjast haldist verðbólgan áfram í skefjum. Björgólfur Jóhannsson stýrir stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, Icelandair Group. Hann segist ekki vera farinn að sjá að gengisþróun hafi áhrif á komu ferðamanna til Íslands. „En það er hins vegar ljóst að svona getur haft áhrif. Það er bara þannig.“ Það sé töluvert dýrara að koma hingað, einkum fyrir Breta. „En síðan er gengi krónunnar orðið áhyggjuefni fyrir útflutningsvegina,“ segir Björgólfur. Það sé umhugsunarefni hvort Seðlabankinn ætli að halda áfram hávaxtastefnu sinni með innflæði peninga sem útflutningsatvinnuvegirnir finni fyrir. „Þetta kemur einhvers staðar niður, hvort sem það er útgerð, ferðamennska eða hvað annað.“ Björgólfur segir ekki útilokað að fyrirtækið þurfi að bregðast við þróun á gjaldeyrismörkuðum með breyttri markaðssetningu. „Það getur alveg komið til þess en það er svolítið snemmt að segja til um það,“ segir hann. Enn sé verið að vinna úr málum tengdum Brexit. Það liggi þó fyrir að Bretland sé stór markaður, bæði fyrir ferðaþjónustu og sjávarútveginn. Brexit Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Gengi evru gagnvart krónu hefur verið undir 135 síðustu þrjá daga og hefur ekki verið lægra síðan í september árið 2008, eða í tæp átta ár. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, segir skýringuna helst vera þá að evran hafi lækkað vegna óróleika á evrópskum mörkuðum, meðal annars vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Breta úr ESB og tilraunar til valdaráns í Tyrklandi. Þá hafi krónan einfaldlega styrkst undanfarið af völdum gjaldeyrisinnflæðis vegna erlendra ferðamanna. Sem dæmi jókst erlend kortavelta um 40 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Erna segir áhrif af lækkun á gengi evrunnar meðal annars geta komið fram í utanríkisviðskiptum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var hlutdeild evru í vöruútflutningi 27 prósent á síðasta ári og 36 prósent í innflutningi. „Þannig að maður getur líklega séð meiri innflutning frá evrulöndunum og svo getur þetta dregið úr útflutningi þegar evran veikist svona.“ Erna segir vandasamt að spá fyrir um framtíðina, en hún muni meðal annars ráðast af viðbrögðum Seðlabanka Íslands. Losun hafta gæti haft í för með sér útstreymi gjaldeyris sem myndi vega á móti styrkingu krónunnar. Þá sé spurning hvort Seðlabankinn muni grípa mikið inn í gjaldeyrismarkaðinn til þess að halda gengi krónunnar stöðugu gagnvart evrunni, eins og gert hefur verið hingað til. Erna bendir á að ef krónan heldur áfram að styrkjast haldist verðbólgan áfram í skefjum. Björgólfur Jóhannsson stýrir stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, Icelandair Group. Hann segist ekki vera farinn að sjá að gengisþróun hafi áhrif á komu ferðamanna til Íslands. „En það er hins vegar ljóst að svona getur haft áhrif. Það er bara þannig.“ Það sé töluvert dýrara að koma hingað, einkum fyrir Breta. „En síðan er gengi krónunnar orðið áhyggjuefni fyrir útflutningsvegina,“ segir Björgólfur. Það sé umhugsunarefni hvort Seðlabankinn ætli að halda áfram hávaxtastefnu sinni með innflæði peninga sem útflutningsatvinnuvegirnir finni fyrir. „Þetta kemur einhvers staðar niður, hvort sem það er útgerð, ferðamennska eða hvað annað.“ Björgólfur segir ekki útilokað að fyrirtækið þurfi að bregðast við þróun á gjaldeyrismörkuðum með breyttri markaðssetningu. „Það getur alveg komið til þess en það er svolítið snemmt að segja til um það,“ segir hann. Enn sé verið að vinna úr málum tengdum Brexit. Það liggi þó fyrir að Bretland sé stór markaður, bæði fyrir ferðaþjónustu og sjávarútveginn.
Brexit Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira