Bristol Bullett er bresk fegurð Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 10:30 Svo vel eru þessir bílar Bristol Cars smíðaðir að af öllum þeim bílum sem fyrirtækið hefur smíðað í 71 árs sögu þess eru 70% þeirra ennþá á götunum. Bristol Cars er 71 árs lúxusbílaframleiðandi sem legið hefur í láginni og hefur ekki framleitt einn einasta bíl í 10 ár, en árið 2011 urðu eigendaskipti á fyrirtækinu. Allar götur síðan hefur verið unnið að smíði þessa bíls, Bristol Bullett. Hann er eins og fyrri bílar Bristol Cars, alger lúxusbíll með krafta í kögglum og ætlaður fjáðum kaupendum. Þessi blæjubíll er með 4,8 lítra V8 vél frá BMW sem er 370 hestöfl og tengd við annaðhvort beinskiptinu eða sjálfskiptingu sem báðar eru einnig frá BMW. Bíllinn er aðeins 3,8 sekúndur í 100 km hraða, enda vegur hann aðeins 1.100 kíló. Hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km/klst. Yfirbygging bílsins er að stórum hluta úr koltrefjum og innréttingin er afar ríkuleg, með pússuðu krómi, viðarleggingum og koltrefjaflötum og sætin eru úr hágæðaleðri. 70% bíla Bristol Cars enn á götunum Eins og margur blæjubíllinn er hann aðeins ætlaður fyrir tvo farþega. Bristol Cars ætlar að setja þennan fríða bíl á markað á næstu mánuðum og það mun gleðja margan áhugamanninn um breska sportbíla fortíðarinnar. Eins og áður hefur komið fram er Bristol Bullett ætlaður þeim efnameiri sem punga verða út 39 milljónum króna fyrir eintak af bílnum. Bílar Bristol Cars hafa ávallt verið handsmíðaðir og það á einnig við þennan bíl, en Bristol Cars hefur aldrei smíðað fleiri en 200 bíla á ári. Svo vel eru þessir bílar Bristol Cars smíðaðir að af öllum þeim bílum sem fyrirtækið hefur smíðað í 71 árs sögu þess eru 70% þeirra ennþá á götunum. Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent
Bristol Cars er 71 árs lúxusbílaframleiðandi sem legið hefur í láginni og hefur ekki framleitt einn einasta bíl í 10 ár, en árið 2011 urðu eigendaskipti á fyrirtækinu. Allar götur síðan hefur verið unnið að smíði þessa bíls, Bristol Bullett. Hann er eins og fyrri bílar Bristol Cars, alger lúxusbíll með krafta í kögglum og ætlaður fjáðum kaupendum. Þessi blæjubíll er með 4,8 lítra V8 vél frá BMW sem er 370 hestöfl og tengd við annaðhvort beinskiptinu eða sjálfskiptingu sem báðar eru einnig frá BMW. Bíllinn er aðeins 3,8 sekúndur í 100 km hraða, enda vegur hann aðeins 1.100 kíló. Hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km/klst. Yfirbygging bílsins er að stórum hluta úr koltrefjum og innréttingin er afar ríkuleg, með pússuðu krómi, viðarleggingum og koltrefjaflötum og sætin eru úr hágæðaleðri. 70% bíla Bristol Cars enn á götunum Eins og margur blæjubíllinn er hann aðeins ætlaður fyrir tvo farþega. Bristol Cars ætlar að setja þennan fríða bíl á markað á næstu mánuðum og það mun gleðja margan áhugamanninn um breska sportbíla fortíðarinnar. Eins og áður hefur komið fram er Bristol Bullett ætlaður þeim efnameiri sem punga verða út 39 milljónum króna fyrir eintak af bílnum. Bílar Bristol Cars hafa ávallt verið handsmíðaðir og það á einnig við þennan bíl, en Bristol Cars hefur aldrei smíðað fleiri en 200 bíla á ári. Svo vel eru þessir bílar Bristol Cars smíðaðir að af öllum þeim bílum sem fyrirtækið hefur smíðað í 71 árs sögu þess eru 70% þeirra ennþá á götunum.
Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent