Hakkarar stálu 30 jeppum Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2016 09:08 Bílþjófnaðir eru ekki óalgengir í Bandaríkjunum, en nú eru nýjar aðferðir komnar sífellt meir til sögunnar við rán á bílum þar, sem og í öðrum löndum. Þar fara hakkarar sem komast inní hugbúnað bílanna og opna þá bæði og ræsa með því að stjórna þeim gegnum fartölvur. Með þessum hætti tókst tveimur hökkurum í Houston í Texas að stela 30 jeppum af Jeep gerð á 7 mánaða tímabili. Þeir náðust við iðju sína sl. föstudag. Þessara tveggja manna hafði verið leitað allt frá því þeir stálu fyrsta bílnum, en aldrei var hægt að standa þá að verki, fyrr en nú. Ekki er ljóst hvort að þjófunum tókst að tengja sig við hugbúnað bílanna gegnum UConnect afþreyingarkerfi Jeep jeppanna eða á annan hátt, en eitt er þó ljóst, það reyndist þeim auðvelt og líklega gátu þeir stolið hverjum einasta bíl af gerðinni Jeep ef þeim sýndist. Þjófarnir sitja nú inni og fá líklega þungan dóm og annar þeirra einnig dóm fyrir vörslu ólöglegs vopns, en hann gekk um með byssu þegar lögreglan handtók þá. Lögreglan í Texas rannsakar einnig þjófnaði á 100 Jeep jeppum til viðbótar, en grunur leikur á að þeim hafi verið stolið á sama hátt. Þessum 100 Jeep jeppum var öllum ekið yfir landamærin til Mexíkó. Fiat Chrysler, sem Jeep tilheyrir, hefur hafið rannsókn á því hvað á bjátar í bílum Jeep og gerir þjófnaði á þeim svona auðvelda. Myndir náðust með öryggismyndavél af þjófunum í apríl við yðju sína og hafði lögreglan leitað þeirra allar götur síðan, en myndskeiðið má sjá hér að ofan. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent
Bílþjófnaðir eru ekki óalgengir í Bandaríkjunum, en nú eru nýjar aðferðir komnar sífellt meir til sögunnar við rán á bílum þar, sem og í öðrum löndum. Þar fara hakkarar sem komast inní hugbúnað bílanna og opna þá bæði og ræsa með því að stjórna þeim gegnum fartölvur. Með þessum hætti tókst tveimur hökkurum í Houston í Texas að stela 30 jeppum af Jeep gerð á 7 mánaða tímabili. Þeir náðust við iðju sína sl. föstudag. Þessara tveggja manna hafði verið leitað allt frá því þeir stálu fyrsta bílnum, en aldrei var hægt að standa þá að verki, fyrr en nú. Ekki er ljóst hvort að þjófunum tókst að tengja sig við hugbúnað bílanna gegnum UConnect afþreyingarkerfi Jeep jeppanna eða á annan hátt, en eitt er þó ljóst, það reyndist þeim auðvelt og líklega gátu þeir stolið hverjum einasta bíl af gerðinni Jeep ef þeim sýndist. Þjófarnir sitja nú inni og fá líklega þungan dóm og annar þeirra einnig dóm fyrir vörslu ólöglegs vopns, en hann gekk um með byssu þegar lögreglan handtók þá. Lögreglan í Texas rannsakar einnig þjófnaði á 100 Jeep jeppum til viðbótar, en grunur leikur á að þeim hafi verið stolið á sama hátt. Þessum 100 Jeep jeppum var öllum ekið yfir landamærin til Mexíkó. Fiat Chrysler, sem Jeep tilheyrir, hefur hafið rannsókn á því hvað á bjátar í bílum Jeep og gerir þjófnaði á þeim svona auðvelda. Myndir náðust með öryggismyndavél af þjófunum í apríl við yðju sína og hafði lögreglan leitað þeirra allar götur síðan, en myndskeiðið má sjá hér að ofan.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent