Passaði ekki í hópinn Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 12:15 Samtals verða tíu lög á plötunni, órafmögnuð og knúin áfram með píanói, strengjum og úkúlele. Ég var sextán ára þegar ég byrjaði að semja tónlist, Björk Guðmundsdóttir hefur alltaf verið mikil fyrirmynd hjá mér. Ég byrjaði að skrifa lög fyrir plötuna mína Funeral í apríl á síðasta ári. Platan var öll tekin upp hér í Reykjavík, en ég fékk til liðs við mig fullt af hæfileikaríku tónlistarfólki til að spila inn á plötuna,“ segir Heiðrik á Heygum söngvari spurður út væntanlega plötu hans, Funeral, sem kemur út 1. september. Heiðrik hefur búið á Íslandi síðastliðin tvö ár, en auk þess að gefa út tónlist stundar hann nám í myndlist við Listaháskóla Íslands, ásamt því að vinna við gerð tónlistarmyndbanda, en hann hann hefur meðal annars unnið með Eivøru Pálsdóttur, hljómsveitinni Orku og Bloodgroup. „Ég flutti til Íslands frá Danmörku en þar lærði ég kvikmyndagerð. Ég valdi að flytja til Íslands til að vera í meiri nálægð við náttúruna, enda Ísland mjög líkt Færeyjum en þaðan er ég,“ segir Heiðrik. Platan verður samansafn af lögum sem hann samdi þegar erfiðleikar komu upp í hinu afskekkta og íhaldssama samfélagi Færeyja þar sem hann ólst upp.Heiðrik hefur tilkynnt að platan Funeral muni koma út þann 1. september næstkomandi.„Ástæða þess að ég nefndi plötuna „Funeral“ er vegna þess að ég er að gera upp ýmsa hluti í mínu lífi svo ég geti haldið áfram að njóta lífsins. Lögin á plötunni fjalla að miklu leyti um líf mitt og mínar heimaslóðir í Færeyjum. Það er augljós þráður í gegn um lögin sem lýsa upplifun minni á lífi mínu þar,“ segir Heiðrik og bætir við að hann hafi alltaf átt erfitt uppdráttar í Færeyjum vegna kynhneigðar sinnar. Samtals verða tíu lög á plötunni, órafmögnuð og knúin áfram með píanói, strengjum, úkúlele sem og dúnmjúkri rödd Heiðríks. Tónarnir sem Heiðríkur leggur fyrir hlustandann tekur fólk í melankólskt og grátbroslegt ferðalag þar sem gætir áhrifa allt frá djassi til þjóðlagatónlistar. „Mér fannst mjög erfitt að koma út úr skápnum sem hommi og gerði það ekki fyrr en ég var tuttugu og fimm ára, aðallega vegna þess hversu mikil hommafælni ríkir í Færeyjum. Ég passaði aldrei í hópinn og var alltaf öðruvísi. Ég hef aldrei almennilega komist yfir þessa skömm sem ég bar mjög lengi, þess vegna er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa út þessa plötu,“ segir Heiðrik og bætir við að sem betur fer hafi hlutirnir verið að breytast í Færeyjum og eru hinsegin dagar haldnir hátíðlegir, og viðhorf til samkynhneigðar mun hleypidómalausara en var áður fyrr. Nóg er um að vera framundan hjá Heiðrik en hann gaf út lagið Change of Frame nú á dögunum í samstarfi við leikhópinn Ratatam og Senu. „Ég vonast til þess að spila mikið hér á Íslandi á næstunni, ásamt því að búa til myndbönd við öll lög plötunnar. Ég elska Ísland svo mér finnst mjög líklegt að ég komi til með að búa hér í framtíðinni,“ segir Heiðrik.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst. Hinsegin Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ég var sextán ára þegar ég byrjaði að semja tónlist, Björk Guðmundsdóttir hefur alltaf verið mikil fyrirmynd hjá mér. Ég byrjaði að skrifa lög fyrir plötuna mína Funeral í apríl á síðasta ári. Platan var öll tekin upp hér í Reykjavík, en ég fékk til liðs við mig fullt af hæfileikaríku tónlistarfólki til að spila inn á plötuna,“ segir Heiðrik á Heygum söngvari spurður út væntanlega plötu hans, Funeral, sem kemur út 1. september. Heiðrik hefur búið á Íslandi síðastliðin tvö ár, en auk þess að gefa út tónlist stundar hann nám í myndlist við Listaháskóla Íslands, ásamt því að vinna við gerð tónlistarmyndbanda, en hann hann hefur meðal annars unnið með Eivøru Pálsdóttur, hljómsveitinni Orku og Bloodgroup. „Ég flutti til Íslands frá Danmörku en þar lærði ég kvikmyndagerð. Ég valdi að flytja til Íslands til að vera í meiri nálægð við náttúruna, enda Ísland mjög líkt Færeyjum en þaðan er ég,“ segir Heiðrik. Platan verður samansafn af lögum sem hann samdi þegar erfiðleikar komu upp í hinu afskekkta og íhaldssama samfélagi Færeyja þar sem hann ólst upp.Heiðrik hefur tilkynnt að platan Funeral muni koma út þann 1. september næstkomandi.„Ástæða þess að ég nefndi plötuna „Funeral“ er vegna þess að ég er að gera upp ýmsa hluti í mínu lífi svo ég geti haldið áfram að njóta lífsins. Lögin á plötunni fjalla að miklu leyti um líf mitt og mínar heimaslóðir í Færeyjum. Það er augljós þráður í gegn um lögin sem lýsa upplifun minni á lífi mínu þar,“ segir Heiðrik og bætir við að hann hafi alltaf átt erfitt uppdráttar í Færeyjum vegna kynhneigðar sinnar. Samtals verða tíu lög á plötunni, órafmögnuð og knúin áfram með píanói, strengjum, úkúlele sem og dúnmjúkri rödd Heiðríks. Tónarnir sem Heiðríkur leggur fyrir hlustandann tekur fólk í melankólskt og grátbroslegt ferðalag þar sem gætir áhrifa allt frá djassi til þjóðlagatónlistar. „Mér fannst mjög erfitt að koma út úr skápnum sem hommi og gerði það ekki fyrr en ég var tuttugu og fimm ára, aðallega vegna þess hversu mikil hommafælni ríkir í Færeyjum. Ég passaði aldrei í hópinn og var alltaf öðruvísi. Ég hef aldrei almennilega komist yfir þessa skömm sem ég bar mjög lengi, þess vegna er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa út þessa plötu,“ segir Heiðrik og bætir við að sem betur fer hafi hlutirnir verið að breytast í Færeyjum og eru hinsegin dagar haldnir hátíðlegir, og viðhorf til samkynhneigðar mun hleypidómalausara en var áður fyrr. Nóg er um að vera framundan hjá Heiðrik en hann gaf út lagið Change of Frame nú á dögunum í samstarfi við leikhópinn Ratatam og Senu. „Ég vonast til þess að spila mikið hér á Íslandi á næstunni, ásamt því að búa til myndbönd við öll lög plötunnar. Ég elska Ísland svo mér finnst mjög líklegt að ég komi til með að búa hér í framtíðinni,“ segir Heiðrik.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst.
Hinsegin Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira