Sjálfakandi Volvo leigubílar Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 09:52 Volvo leigubíll frá Uber. Volvo og Uber hafa sameinast um smíði nokkurra Volvo XC90 jeppa sem aka án bílstjóra um götur Pittsburg í Bandaríkjunum og mun aksturinn hefjast í næsta mánuði. Uber mun bjóða viðskiptavinum sínum uppá frían akstur í þessum bílum til að byrja með. Fyrirtækin tvö hafa fjárfest fyrir 36 milljarða í þessu verkefni og með því er ljóst að þeim er full alvara með framtíð þess. Bílarnir sem notaðir eru eru búnir fullkomnasta öryggisbúnaði og víst má telja að enginn getur gert betur en Volvo í þeim efnum. Uber mun kaupa fjölda bíla frá Volvo til að sinna þessum akstri og ætlar sér heilmikinn markað í leigubílaakstri um allan heim með þessum bílum. Til að byrja með verða bílarnir í Pittsburg mannaðir öryggisvörðum bæði í ökumanns- og farþegasætinu frammí bílunum til að tryggja að aksturinn sé með sem öruggustum hætti. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent
Volvo og Uber hafa sameinast um smíði nokkurra Volvo XC90 jeppa sem aka án bílstjóra um götur Pittsburg í Bandaríkjunum og mun aksturinn hefjast í næsta mánuði. Uber mun bjóða viðskiptavinum sínum uppá frían akstur í þessum bílum til að byrja með. Fyrirtækin tvö hafa fjárfest fyrir 36 milljarða í þessu verkefni og með því er ljóst að þeim er full alvara með framtíð þess. Bílarnir sem notaðir eru eru búnir fullkomnasta öryggisbúnaði og víst má telja að enginn getur gert betur en Volvo í þeim efnum. Uber mun kaupa fjölda bíla frá Volvo til að sinna þessum akstri og ætlar sér heilmikinn markað í leigubílaakstri um allan heim með þessum bílum. Til að byrja með verða bílarnir í Pittsburg mannaðir öryggisvörðum bæði í ökumanns- og farþegasætinu frammí bílunum til að tryggja að aksturinn sé með sem öruggustum hætti.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent