Tesla með 100 kWh rafhlöður Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2016 11:12 Svo virðist sem stutt sé í að Tesla kynni brátt stærri 100 kWh rafhlöður í bíla sína, líklega þá Tesla Model S og Model X. Það myndi þýða meiri drægni og gæti Model S bíllinn með henni geta náð yfir 500 km drægni og Model X nálgast þá tölu verulega. Stærstu rafhlöður sem nú fyrirfinnast í þessum bílum eru 90 kWh og með henni kemst Model S bíllinn 473 km á fullri hleðslu, reyndar við bestu aðstæður. Fréttir af því að 100 kWh rafhlöður Tesla séu á leiðinni í þessa bíla koma frá Tire Rack dekkjasalanum, en á lista þess fyrirtækis eru nú komin dekk sem ætluð eru fyrir Tesla Model S P100D og eru þau bæði stærri og dýrari en þau sem ætluð eru fyrir núverandi Model S P90D. Með því má telja ljóst að þessi enn langdrægari Tesla sé á leiðinni. Nafnið Tesla Model S P100D hefur reyndar sést víðar, t.d. hefur Umferðaröryggisstofnun Hollands samþykkt þann bíl fyrir vegi þarlendis og fleiri dæmi má finna um það að Model S fái þessa stóru rafhlöður. Samkeppnin um langdrægari rafhlöður í rafmagnsbíla hefur líklega aldrei verið harðari en nú og þar sem Volkswagen ætlar brátt að kynna nýjan rafmagnsbíl af millistærð á bílasýningunni í París í næsta mánuði sem ná mun 500 km á fullri hleðslu, verður Tesla náttúrulega að gera betur sem brautryðjandi á sviði rafmagnsbíla. Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent
Svo virðist sem stutt sé í að Tesla kynni brátt stærri 100 kWh rafhlöður í bíla sína, líklega þá Tesla Model S og Model X. Það myndi þýða meiri drægni og gæti Model S bíllinn með henni geta náð yfir 500 km drægni og Model X nálgast þá tölu verulega. Stærstu rafhlöður sem nú fyrirfinnast í þessum bílum eru 90 kWh og með henni kemst Model S bíllinn 473 km á fullri hleðslu, reyndar við bestu aðstæður. Fréttir af því að 100 kWh rafhlöður Tesla séu á leiðinni í þessa bíla koma frá Tire Rack dekkjasalanum, en á lista þess fyrirtækis eru nú komin dekk sem ætluð eru fyrir Tesla Model S P100D og eru þau bæði stærri og dýrari en þau sem ætluð eru fyrir núverandi Model S P90D. Með því má telja ljóst að þessi enn langdrægari Tesla sé á leiðinni. Nafnið Tesla Model S P100D hefur reyndar sést víðar, t.d. hefur Umferðaröryggisstofnun Hollands samþykkt þann bíl fyrir vegi þarlendis og fleiri dæmi má finna um það að Model S fái þessa stóru rafhlöður. Samkeppnin um langdrægari rafhlöður í rafmagnsbíla hefur líklega aldrei verið harðari en nú og þar sem Volkswagen ætlar brátt að kynna nýjan rafmagnsbíl af millistærð á bílasýningunni í París í næsta mánuði sem ná mun 500 km á fullri hleðslu, verður Tesla náttúrulega að gera betur sem brautryðjandi á sviði rafmagnsbíla.
Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent