Kia með nýjan smájeppling Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2016 10:27 Nýi jepplingur Kia í felubúningi. S-kóresku bílaframleiðandinn Kia ætlar ekki að eftirláta öðrum bílaframleiðendum hina miklu eftirspurn sem er eftir smáum jepplingum í heiminum í dag og vinnur nú að smíði slíks bíls. Myndir náðust af bílnum er hann var í prófunum í afar heitu veðri. Þessi jepplingur verður nokkru minni en Kia Sportage, sem þó telst ekki meðal stærri jepplinga. Hann á að keppa við bíla eins og Mazda CX-3, Honda HR-V, Chevrolet Trax og tilvonandi Toyota C-HR og er ámóta að stærð. Þessi nýi jepplingur verður með sama undirvagni og nýr jepplingur frá systurfyrirtækinu Hyundai, en sá bíll hefur ekki fengið nafn frekar en sá nýi frá Kia. Útlit nýja jepplings Kia mun byggja á tilraunabílnum Provo sem sýndur var á bílasýningunni í Genf árið 2013. Á myndinni hér að ofan má sjá að þessi jepplingur er með óvenju langt húdd af litlum jepplingi að vera og svo virðist sem að farangursrými verði ekki mikið og því sé hann hugsaður sem einskonar borgarjepplingur, en ekki sá heppilegasti til ferðalaga. Kia ætlar að kynna þenna bíl seint á næsta ári og hefja sölu á honum árið 2018. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent
S-kóresku bílaframleiðandinn Kia ætlar ekki að eftirláta öðrum bílaframleiðendum hina miklu eftirspurn sem er eftir smáum jepplingum í heiminum í dag og vinnur nú að smíði slíks bíls. Myndir náðust af bílnum er hann var í prófunum í afar heitu veðri. Þessi jepplingur verður nokkru minni en Kia Sportage, sem þó telst ekki meðal stærri jepplinga. Hann á að keppa við bíla eins og Mazda CX-3, Honda HR-V, Chevrolet Trax og tilvonandi Toyota C-HR og er ámóta að stærð. Þessi nýi jepplingur verður með sama undirvagni og nýr jepplingur frá systurfyrirtækinu Hyundai, en sá bíll hefur ekki fengið nafn frekar en sá nýi frá Kia. Útlit nýja jepplings Kia mun byggja á tilraunabílnum Provo sem sýndur var á bílasýningunni í Genf árið 2013. Á myndinni hér að ofan má sjá að þessi jepplingur er með óvenju langt húdd af litlum jepplingi að vera og svo virðist sem að farangursrými verði ekki mikið og því sé hann hugsaður sem einskonar borgarjepplingur, en ekki sá heppilegasti til ferðalaga. Kia ætlar að kynna þenna bíl seint á næsta ári og hefja sölu á honum árið 2018.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent