Einkennilegustu greinarnar á Ólympíuleikunum Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 11:30 Kraftganga hefur ávallt verið talin afar furðuleg íþróttagrein. Nú þegar Ólympíuleikarnir eru í fullum gangi sitja Íslendingar heima límdir yfir sjónvarpinu þegar tími gefst. Ljóst er að keppnisgreinarnar á leikunum eru eins fjölbreyttar og þær eru margar en sumar eru þó furðulegri en aðrar. Frétt Trampólín-fimleikar Trampólínið er líklega er hættulegasta íþróttagrein Ólympíuleikana. Það er engin önnur grein sem krefst þess að keppendur þurfi að svífa um í lausu lofti í mikilli hæð. Trampólínið var tekið inn í Ólympíuleikana árið 2000 og hefur haldið sig þar síðan þá. Keppnin fer þannig fram að þátttakendur hafa 60 sekúndur til þess að ná að koma sér í góða lofthæð með því að hoppa á trampólíninu. Eftir það byrja þeir að sýna listir sínar í loftinu og í lokin verða keppendur að lenda á fótunum. Það er magnað að fylgjast með trampólín keppnunum og eflaust margir sem vilja fara að æfa sig sjálfir.Kraftganga Þessi forláta íþrótt er ein sú allra furðulegasta og fyndnasta á Ólympíuleikunum. Keppendurnir rembast við að labba eins hratt og þeir geta án þess að byrja að skokka. Útkoman er einfaldlega sú að þátttakendurnir líta út fyrir að vera fólk að pissa í sig og eru að keppast um að komast sem fyrst á klósettið. Greinin hefur verið partur af Ólympíuleikunum frá 1904. Aðal reglan er afar ströng en hún er að þátttakendur verða að vera með annan hvorn fótinn í jörðinni á meðan gengið er.HindrunarhlaupÞrátt fyrir að hið hefðbundna hindrunarhlaup sé ekki talið vera furðulegt þá er til önnur tegund sem er svipuð en þó allt öðruvísi. Það hindrunarhlaup var upprunalega gert fyrir hesta en það felur í sér að keppendur hlaupa 3.000 metra og þurfa að hoppa yfir 28 hindranir. Það sem gerir þessa keppni þó öðruvísi er að á eftir sjö af þessum 28 hindrunum eru hnéháir vatnspollar sem íþróttafólkið lendir í eftir hindranirnar og þurfa að hlaupa eins og fætur toga upp úr.Listsund Það eru fáar ólympíugreinar sem bjóða upp á jafn mikið sjónarspil og listsundið. Það er í raun með ólíkindum hversu nákvæmir og samtaka listsundskeppendur geta verið. Liðin þurfa að vera í alveg eins búningum með eins hárgreiðslur og vatnshelda förðun. Þrátt fyrir að greinin líti ekki út fyrir að vera erfið þá eru margir sem halda því fram að hún sé ein af mest krefjandi keppnisgreinum Ólympíuleikana. Þátttakendur þurfa að gera allar hreyfingar óaðfinnanlega fallega og á hárréttum tíma ásamt því að vera að synda og hreyfa sig í djúpri sundlaug. Bannað er að styðjast við botninn á lauginni á meðan atriðin fara fram þrátt fyrir að í flestum dönsum sé liðsfélögum lyft upp í loftið.Nútímafimmtarþraut Titillinn einkennilegasta Ólympíugreinin fer til nútímafimmtarþrautarinnar. Keppnisgreinin felur í sér að keppendur keppa í fimm íþróttum sem eru nú þegar sér ólympíugreinar. Keppt er í skilmingum, 200 metra sundi, hindrunarhlaupi á hesti, skotfimi með skammbyssu og þriggja kílómetra hlaupi. Greinin hefur verið keppt á Ólympíuleikunum frá árinu 1912 en hún var hönnuð með það markmið að hún endurspeglaði þjálfun hins fullkomna hermanns á þeim tíma. Í dag er keppnin keppt á þremur dögum en áður fyrr fóru allar keppnirnar fram á einum degi. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira
Nú þegar Ólympíuleikarnir eru í fullum gangi sitja Íslendingar heima límdir yfir sjónvarpinu þegar tími gefst. Ljóst er að keppnisgreinarnar á leikunum eru eins fjölbreyttar og þær eru margar en sumar eru þó furðulegri en aðrar. Frétt Trampólín-fimleikar Trampólínið er líklega er hættulegasta íþróttagrein Ólympíuleikana. Það er engin önnur grein sem krefst þess að keppendur þurfi að svífa um í lausu lofti í mikilli hæð. Trampólínið var tekið inn í Ólympíuleikana árið 2000 og hefur haldið sig þar síðan þá. Keppnin fer þannig fram að þátttakendur hafa 60 sekúndur til þess að ná að koma sér í góða lofthæð með því að hoppa á trampólíninu. Eftir það byrja þeir að sýna listir sínar í loftinu og í lokin verða keppendur að lenda á fótunum. Það er magnað að fylgjast með trampólín keppnunum og eflaust margir sem vilja fara að æfa sig sjálfir.Kraftganga Þessi forláta íþrótt er ein sú allra furðulegasta og fyndnasta á Ólympíuleikunum. Keppendurnir rembast við að labba eins hratt og þeir geta án þess að byrja að skokka. Útkoman er einfaldlega sú að þátttakendurnir líta út fyrir að vera fólk að pissa í sig og eru að keppast um að komast sem fyrst á klósettið. Greinin hefur verið partur af Ólympíuleikunum frá 1904. Aðal reglan er afar ströng en hún er að þátttakendur verða að vera með annan hvorn fótinn í jörðinni á meðan gengið er.HindrunarhlaupÞrátt fyrir að hið hefðbundna hindrunarhlaup sé ekki talið vera furðulegt þá er til önnur tegund sem er svipuð en þó allt öðruvísi. Það hindrunarhlaup var upprunalega gert fyrir hesta en það felur í sér að keppendur hlaupa 3.000 metra og þurfa að hoppa yfir 28 hindranir. Það sem gerir þessa keppni þó öðruvísi er að á eftir sjö af þessum 28 hindrunum eru hnéháir vatnspollar sem íþróttafólkið lendir í eftir hindranirnar og þurfa að hlaupa eins og fætur toga upp úr.Listsund Það eru fáar ólympíugreinar sem bjóða upp á jafn mikið sjónarspil og listsundið. Það er í raun með ólíkindum hversu nákvæmir og samtaka listsundskeppendur geta verið. Liðin þurfa að vera í alveg eins búningum með eins hárgreiðslur og vatnshelda förðun. Þrátt fyrir að greinin líti ekki út fyrir að vera erfið þá eru margir sem halda því fram að hún sé ein af mest krefjandi keppnisgreinum Ólympíuleikana. Þátttakendur þurfa að gera allar hreyfingar óaðfinnanlega fallega og á hárréttum tíma ásamt því að vera að synda og hreyfa sig í djúpri sundlaug. Bannað er að styðjast við botninn á lauginni á meðan atriðin fara fram þrátt fyrir að í flestum dönsum sé liðsfélögum lyft upp í loftið.Nútímafimmtarþraut Titillinn einkennilegasta Ólympíugreinin fer til nútímafimmtarþrautarinnar. Keppnisgreinin felur í sér að keppendur keppa í fimm íþróttum sem eru nú þegar sér ólympíugreinar. Keppt er í skilmingum, 200 metra sundi, hindrunarhlaupi á hesti, skotfimi með skammbyssu og þriggja kílómetra hlaupi. Greinin hefur verið keppt á Ólympíuleikunum frá árinu 1912 en hún var hönnuð með það markmið að hún endurspeglaði þjálfun hins fullkomna hermanns á þeim tíma. Í dag er keppnin keppt á þremur dögum en áður fyrr fóru allar keppnirnar fram á einum degi.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira