Argentína vann ótrúlegan fjögurra stiga sigur á Brasilíu í körfubolta á Ólympíuleikunum í Ríó í kvöld 111-107 en það þurfti að tvíframlengja leikinn til þess að útkljá úrslitin.
Argentínumenn byrjuðu leikinn betur en heimamenn sneru taflinu við með frábærum öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik 52-44.
Argentínumenn voru að eltast við Brasilíu allan seinni hálfleikinn en náðu að jafna þegar aðeins fjórar sekúndur voru eftir með þriggja stiga körfu frá Andrés Nocioni.
Liðunum tókst ekki að útkljá leikinn í fyrri framlengingunni en í næstu framlengingu fóru liðin að raða niður skotum eins og sjá má í myndbandinu.
Það helsta frá lokamínútum leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan með lýsingu Kjartans Atla Kjartanssonar.
Sjáðu ótrúlegan lokakafla Argentínumanna gegn Brasilíu | Myndband
Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn







Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum
Íslenski boltinn