Lotus Elise Special Edition er 899 kíló Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2016 13:18 Lotus Elise Special Edition er fisléttur. Ein helst aðferð bílaframleiðenda í dag til að lækka eyðslu bíla sinna er að minnka vigt þeirra. Það hefur sannarlega tekist í tilfelli Lotus Elise Special Edition sem vegur aðeins 899 kíló. Hefðbundin útgáfa Lotus Elise er 931 kíló, en þeir hjá Lotus hefur enn tekist að minnka vigtina með notkun koltrefja, áls og keramiks. Lotus Elise Special Edition er framleiddur í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins frá Norfolk. Í þessum bíl er 1,8 lítra vél frá Toyota sem í meðförum Lotus skilar 243 hestöflum og 250 Nm togi. Fyrir vikið er þessi smávaxni bíll mjög snöggur og fer sprettinn í 100 km hraða á 4,3 sekúndum og nær hámarkshraðanum 248 km/klst. Bíllinn er frekar “strippaður” og þeir sem kjósa að fá í bílinn miðstöð með kælingu, skriðstilli, gólfmottum, afþreyingarkerfi og þaki úr koltrefjum verða að sérpanta þá aukahluti, en með því þyngist bíllinn, nema með koltrefjaþakinu þá léttist hann. Þeir sem hafa hug á því að tryggja sér eintak af afmælisbílnum Lotus Elise Special Edition verða að hafa hraðar hendur því Lotus ætlar aðeins að smíða 50 eintök af honum og hjá Lotus gildir aðferðin "fyrstir koma - fyrstir fá." Hann mun þó kosta skildinginn, eða 47.900 pund. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent
Ein helst aðferð bílaframleiðenda í dag til að lækka eyðslu bíla sinna er að minnka vigt þeirra. Það hefur sannarlega tekist í tilfelli Lotus Elise Special Edition sem vegur aðeins 899 kíló. Hefðbundin útgáfa Lotus Elise er 931 kíló, en þeir hjá Lotus hefur enn tekist að minnka vigtina með notkun koltrefja, áls og keramiks. Lotus Elise Special Edition er framleiddur í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins frá Norfolk. Í þessum bíl er 1,8 lítra vél frá Toyota sem í meðförum Lotus skilar 243 hestöflum og 250 Nm togi. Fyrir vikið er þessi smávaxni bíll mjög snöggur og fer sprettinn í 100 km hraða á 4,3 sekúndum og nær hámarkshraðanum 248 km/klst. Bíllinn er frekar “strippaður” og þeir sem kjósa að fá í bílinn miðstöð með kælingu, skriðstilli, gólfmottum, afþreyingarkerfi og þaki úr koltrefjum verða að sérpanta þá aukahluti, en með því þyngist bíllinn, nema með koltrefjaþakinu þá léttist hann. Þeir sem hafa hug á því að tryggja sér eintak af afmælisbílnum Lotus Elise Special Edition verða að hafa hraðar hendur því Lotus ætlar aðeins að smíða 50 eintök af honum og hjá Lotus gildir aðferðin "fyrstir koma - fyrstir fá." Hann mun þó kosta skildinginn, eða 47.900 pund.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent