Jeremy Clarkson mun aka um Westeros í Game of Thrones Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2016 09:19 Westeros hefur fengið ógnvænlegri heimsóknir er þessa. Fyrrum þremenningarnir úr Top Gear bílaþáttunum, Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May munu heimsækja Westeros settið sem notað verður í næstu þáttaröð Game of Thrones. Þar er meiningin að aka bíl gegnum settið og væntanlega sprella mikið í leiðinni. Þar verða þremenningarnir í góðum hópi leikaranna Kit Harington, Peter Dinkley, Lenu Headay og Emilíu Clarke svo einhverjir af frægum leikurum úr Game of Thrones séu nefndir. Kannski mun Daenerys senda einn af drekum sínum á Jeremy Clarkson eða hann verða afhöfðaður af einum af þekktum bardagamönnum þáttanna, en eitt er víst að vitleysan mun taka völdin eins og í öllum þáttum þeirra þremmenninga. Um 90% af þeim næstu 12 þáttum sem unnið er að nú í Game of Thrones þáttaröðinni eru tilbúnir. Hvað bílaþætti þremenninganna varðar, sem heita munu „The Grand Tour,“ þá hefjast sýningar á þeim í haust þó svo ekki sé komin nákvæm dagsetning ennþá. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Fyrrum þremenningarnir úr Top Gear bílaþáttunum, Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May munu heimsækja Westeros settið sem notað verður í næstu þáttaröð Game of Thrones. Þar er meiningin að aka bíl gegnum settið og væntanlega sprella mikið í leiðinni. Þar verða þremenningarnir í góðum hópi leikaranna Kit Harington, Peter Dinkley, Lenu Headay og Emilíu Clarke svo einhverjir af frægum leikurum úr Game of Thrones séu nefndir. Kannski mun Daenerys senda einn af drekum sínum á Jeremy Clarkson eða hann verða afhöfðaður af einum af þekktum bardagamönnum þáttanna, en eitt er víst að vitleysan mun taka völdin eins og í öllum þáttum þeirra þremmenninga. Um 90% af þeim næstu 12 þáttum sem unnið er að nú í Game of Thrones þáttaröðinni eru tilbúnir. Hvað bílaþætti þremenninganna varðar, sem heita munu „The Grand Tour,“ þá hefjast sýningar á þeim í haust þó svo ekki sé komin nákvæm dagsetning ennþá.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent