Aukin sportílasala í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 23. ágúst 2016 15:24 Audi TT hefur selst allra sportbíla best í Evrópu á þessu ári. Samkvæmt gögnum frá Jato Dynamics hefur sala sportbíla í Evrópu aukist um 31% það sem af er liðið ári. Það telst til mikils vaxtar á einu ári og er því sportbílaflokkurinn fyrir vikið sá sem einna hraðast vex af öllum flokkum bíla. Sportbílar teljast til yfir 250 hestafla bílum þar sem höfuðáhersla er lögð á akstursgetu. Sportbílar hefur þó aldrei selst í gríðarmiklu magni, enda oft um dýra bíla þar að ræða. Söluhæsti einstaki sportbíll Evrópu í ár er Audi TT með 12.479 bíla selda. Í öðru sæti er Porsche 911 með 9.538 bíla og Ford Mustang er í þriðja sætinu. Í Bretlandi er Mustang hinsvegar söluhæsti fólksbíllinn en þar hafa selst 2.317 slíkir á árinu. Listi með 10 söluhæstu sportbílum í Bretlandi má sjá hér að neðan. Í fyrra var Ford Mustang langsöluhæsti sportbíll í heiminum og sá eini sem náði yfir 100.000 seldum eintökum, en hann náði 110.000 eintaka sölu. Sala sportbíla í Bretlandi í ár (fjöldi seldra bíla í sviga):Ford Mustang (2,317)Jaguar F-Type (1,446)BMW 6 Series (1,367)Porsche 911 (1,315)Porsche Cayman (787)Audi TT (778)Porsche Boxster (526)Mercedes SL (489)Porsche 718 (482)BMW i8 (382) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent
Samkvæmt gögnum frá Jato Dynamics hefur sala sportbíla í Evrópu aukist um 31% það sem af er liðið ári. Það telst til mikils vaxtar á einu ári og er því sportbílaflokkurinn fyrir vikið sá sem einna hraðast vex af öllum flokkum bíla. Sportbílar teljast til yfir 250 hestafla bílum þar sem höfuðáhersla er lögð á akstursgetu. Sportbílar hefur þó aldrei selst í gríðarmiklu magni, enda oft um dýra bíla þar að ræða. Söluhæsti einstaki sportbíll Evrópu í ár er Audi TT með 12.479 bíla selda. Í öðru sæti er Porsche 911 með 9.538 bíla og Ford Mustang er í þriðja sætinu. Í Bretlandi er Mustang hinsvegar söluhæsti fólksbíllinn en þar hafa selst 2.317 slíkir á árinu. Listi með 10 söluhæstu sportbílum í Bretlandi má sjá hér að neðan. Í fyrra var Ford Mustang langsöluhæsti sportbíll í heiminum og sá eini sem náði yfir 100.000 seldum eintökum, en hann náði 110.000 eintaka sölu. Sala sportbíla í Bretlandi í ár (fjöldi seldra bíla í sviga):Ford Mustang (2,317)Jaguar F-Type (1,446)BMW 6 Series (1,367)Porsche 911 (1,315)Porsche Cayman (787)Audi TT (778)Porsche Boxster (526)Mercedes SL (489)Porsche 718 (482)BMW i8 (382)
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent