Vinnustöðvun Volkswagen í 6 verksmiðjum Finnur Thorlacius skrifar 23. ágúst 2016 09:13 Í verksmiðju Volkswagen. Enn standa samningaviðræður yfir milli Volkswagen og tveggja birgja þess vegna krafna Volkswagen um lægra verð á íhlutum. Engin niðurstaða fékkst eftir 17 klukkustunda maraþonviðræður í gær og það hefur orðið til þess að lengja þann tíma sem birgjarnir afhenda ekki íhluti til verksmiðja Volkswagen. Vinnustöðvanir hafa þess vegna verið í 6 af 10 verksmiðjum Volkswagen í Þýskalandi og hefur haft áhrif á vinnu 28.000 manna í þeim. Framleiðsla á Golf og Passat bílum hefur verið tímabundið hætt og framleiðsla mun tapast á tugþúsundum bíla með þessum stöðvunum. UBS bankinn hefur áætlað að vikustöðvun í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg muni minnka hagnað Volkswagen um 13,3 milljarða króna, en stöðvunin er þó ekki enn orðin svo löng. Vinnustöðvanir í verksmiðjum Volkswagen hefur ekki einungis áhrif á fyrirtækið sjálft heldur hefur það keðjuverkandi áhrif á aðra birgja Volkswagen, sem fyrir vikið selja minna til fyrirtækisins. Það er því ekki einungis Volkswagen sem hefur áhyggjur af þessu ástandi nú, þau fyrirtæki eru mörg. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent
Enn standa samningaviðræður yfir milli Volkswagen og tveggja birgja þess vegna krafna Volkswagen um lægra verð á íhlutum. Engin niðurstaða fékkst eftir 17 klukkustunda maraþonviðræður í gær og það hefur orðið til þess að lengja þann tíma sem birgjarnir afhenda ekki íhluti til verksmiðja Volkswagen. Vinnustöðvanir hafa þess vegna verið í 6 af 10 verksmiðjum Volkswagen í Þýskalandi og hefur haft áhrif á vinnu 28.000 manna í þeim. Framleiðsla á Golf og Passat bílum hefur verið tímabundið hætt og framleiðsla mun tapast á tugþúsundum bíla með þessum stöðvunum. UBS bankinn hefur áætlað að vikustöðvun í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg muni minnka hagnað Volkswagen um 13,3 milljarða króna, en stöðvunin er þó ekki enn orðin svo löng. Vinnustöðvanir í verksmiðjum Volkswagen hefur ekki einungis áhrif á fyrirtækið sjálft heldur hefur það keðjuverkandi áhrif á aðra birgja Volkswagen, sem fyrir vikið selja minna til fyrirtækisins. Það er því ekki einungis Volkswagen sem hefur áhyggjur af þessu ástandi nú, þau fyrirtæki eru mörg.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent