Honda áformar 11 gíra sjálfskiptingu Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2016 17:10 11 gíra sjálfskipting frá Honda. Í þeirri viðleitni að gera bíla eyðslugrennri eru í sjálfskiptingum þeirra sífellt fleiri gírar. Nú áformar Honda að framleiða 11 gíra sjálfskiptingu og hefur sótt um einkaleyfi á smíði hennar. Honda er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem áformar að útbúa bíla sína með 11 gíra sjálfskiptingu, en Ford hefur líka sótt um einkaleyfi á 11 gíra sjálfskiptingu. Núverandi Chevrolet Camaro er með 10 gíra sjálfskiptingu og 2017 árgerðin af Ford F-150 pallbílnum mun fá samskonar skiptingu. Ekki er vitað í hvaða bíl Honda 11 gíra sjálfskipting er ætluð og gæti það verið allt frá því að lækka enn meira eyðslu hins smáa Jazz og til þess að stórminnka eyðslu hins stóra jeppa Honda Pilot. Þegar sjálfskiptingar eru orðnar svona fjölgíra þarf að fjölga kúplingum og í nýrri 11 gíra sjálfskiptingu Honda er gert ráð fyrir þremur kúplingum. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent
Í þeirri viðleitni að gera bíla eyðslugrennri eru í sjálfskiptingum þeirra sífellt fleiri gírar. Nú áformar Honda að framleiða 11 gíra sjálfskiptingu og hefur sótt um einkaleyfi á smíði hennar. Honda er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem áformar að útbúa bíla sína með 11 gíra sjálfskiptingu, en Ford hefur líka sótt um einkaleyfi á 11 gíra sjálfskiptingu. Núverandi Chevrolet Camaro er með 10 gíra sjálfskiptingu og 2017 árgerðin af Ford F-150 pallbílnum mun fá samskonar skiptingu. Ekki er vitað í hvaða bíl Honda 11 gíra sjálfskipting er ætluð og gæti það verið allt frá því að lækka enn meira eyðslu hins smáa Jazz og til þess að stórminnka eyðslu hins stóra jeppa Honda Pilot. Þegar sjálfskiptingar eru orðnar svona fjölgíra þarf að fjölga kúplingum og í nýrri 11 gíra sjálfskiptingu Honda er gert ráð fyrir þremur kúplingum.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent