Framleiðsla Ford GT framlengd um 2 ár Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2016 10:56 Ford GT bílarnir verða vafalaust dýrmæt söfnunareintök. Svo mikil eftirspurn hefur verið eftir ofurbílnum Ford GT að Ford hefur ákveðið að framlengja áætlaða framleiðslu hans um 2 ár. Til stóð að framleiða hann aðeins í 2 ár og hætta síðan framleiðslunni. Ford tekst að smíða 250 stykki af bílnum á hverju ári svo meiningin var að framleiða aðeins 500 bíla. Þeir verða því 1.000 á endanum. Hvert eintak kostar um 400.000 dollara, eða 47 milljónir króna en það hefur ekki orðið til þess að fæla kaupendur frá. Þvert í móti hafa 6.506 skráð sig fyrir kaupum á þessum öfluga bíl en aðeins 1.000 þeirra munu fá eintak af bílnum. Ford hefur þurft að velja úr þessum stóra hópi áhugasamra kaupenda og hefur það orðið mörgum þeirra til mikillar gremju. Af þeim kaupendum sem Ford hefur valið eiga 87 % þeirra Ford bíla og 69% eldri Ford GT. Ford framleiðir GT í Ontario í Kanada. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent
Svo mikil eftirspurn hefur verið eftir ofurbílnum Ford GT að Ford hefur ákveðið að framlengja áætlaða framleiðslu hans um 2 ár. Til stóð að framleiða hann aðeins í 2 ár og hætta síðan framleiðslunni. Ford tekst að smíða 250 stykki af bílnum á hverju ári svo meiningin var að framleiða aðeins 500 bíla. Þeir verða því 1.000 á endanum. Hvert eintak kostar um 400.000 dollara, eða 47 milljónir króna en það hefur ekki orðið til þess að fæla kaupendur frá. Þvert í móti hafa 6.506 skráð sig fyrir kaupum á þessum öfluga bíl en aðeins 1.000 þeirra munu fá eintak af bílnum. Ford hefur þurft að velja úr þessum stóra hópi áhugasamra kaupenda og hefur það orðið mörgum þeirra til mikillar gremju. Af þeim kaupendum sem Ford hefur valið eiga 87 % þeirra Ford bíla og 69% eldri Ford GT. Ford framleiðir GT í Ontario í Kanada.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent