Dýrasti breski bíll frá upphafi Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2016 09:50 Jaguar D-Type bíllinn er ennþá með rásnúmerið á húddinu. Þessi fallegi Jaguar D-Type bíll seldist um helgina hjá RM Southeby´s á 2,55 milljarða króna, en ekki hefur verið gefið upp hver kaupandinn er. Þessi tiltekni bíll af árgerð 1956 vann Le Mans þolaksturskappaksturinn í Frakklandi það sama ár og því er hér um að ræða sögufrægan bíl sem var hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síns tíma. Jaguar D-Type bílar unnu Le Mans kappaksturinn árin 1955, 1956 og 1957 og voru þessir bílar ósigrandi á þessum árum. Þegar þessi Jaguar D-Type vann árið 1956 var meðalhraði hans 168 km/klst og mesti hraði hans 252 km/klst. Það er býsna mikill hraði fyrir 60 ára gamlan bíl. Með þessu háa verði sem greitt var fyrir bílinn var nýtt met slegið yfir hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir breskan bíl frá upphafi. Hærri upphæðir hafa verið greiddar fyrir gamla Ferrari bíla. Til að setja þessa ótrúlegu upphæð sem greidd var fyrir bílinn í eitthvert samhengi þá mætti kaupa um 135 nýja Porsche 911 Carrera bíla fyrir þessa upphæð, en það á líklega enginn svo stóran bílskúr!Kraftalegur sýnum, enda afar hraðskreiður. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent
Þessi fallegi Jaguar D-Type bíll seldist um helgina hjá RM Southeby´s á 2,55 milljarða króna, en ekki hefur verið gefið upp hver kaupandinn er. Þessi tiltekni bíll af árgerð 1956 vann Le Mans þolaksturskappaksturinn í Frakklandi það sama ár og því er hér um að ræða sögufrægan bíl sem var hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síns tíma. Jaguar D-Type bílar unnu Le Mans kappaksturinn árin 1955, 1956 og 1957 og voru þessir bílar ósigrandi á þessum árum. Þegar þessi Jaguar D-Type vann árið 1956 var meðalhraði hans 168 km/klst og mesti hraði hans 252 km/klst. Það er býsna mikill hraði fyrir 60 ára gamlan bíl. Með þessu háa verði sem greitt var fyrir bílinn var nýtt met slegið yfir hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir breskan bíl frá upphafi. Hærri upphæðir hafa verið greiddar fyrir gamla Ferrari bíla. Til að setja þessa ótrúlegu upphæð sem greidd var fyrir bílinn í eitthvert samhengi þá mætti kaupa um 135 nýja Porsche 911 Carrera bíla fyrir þessa upphæð, en það á líklega enginn svo stóran bílskúr!Kraftalegur sýnum, enda afar hraðskreiður.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent