Stærsta hraðhleðslustöð í heimi opnar í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2016 09:30 Hraðhleðslustöðin í Nebbenes. Í nýrri hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla í Nebbenes, sem er um 60 km fyrir utan Oslo, er hægt að hlaða 28 rafmagnsbíla í einu. Fyrir vikið telst hún stærsta hraðhleðslustöð heims. Til samanburðar er á þessari einu stöð fleiri hraðhleðslupóstar fyrir rafmagnsbíla en í Alaska og Norður Dakota ríkjum Bandaríkjanna til samans. Reyndar er ástandið ekki mikið betra í mörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, svo sem í Arkansas, Delaware, Montana og Wyoming en í þessum ríkjum eru þó um helmingi fleiri hleðslustöðvar í hverju ríki en í þessari einu stöð í Nebbenes. Mikil ánægja er með þessa nýju stöð í Nebbenes og mættu 150 Tesla eigendur þegar stöðin var formlega opnuð. Í Noregi er hæsta hlutfall rafmagnsbíla í heiminum, enda mikill stuðningur hins opinbera við kaupendur rafmagnsbíla þar. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent
Í nýrri hraðhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla í Nebbenes, sem er um 60 km fyrir utan Oslo, er hægt að hlaða 28 rafmagnsbíla í einu. Fyrir vikið telst hún stærsta hraðhleðslustöð heims. Til samanburðar er á þessari einu stöð fleiri hraðhleðslupóstar fyrir rafmagnsbíla en í Alaska og Norður Dakota ríkjum Bandaríkjanna til samans. Reyndar er ástandið ekki mikið betra í mörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, svo sem í Arkansas, Delaware, Montana og Wyoming en í þessum ríkjum eru þó um helmingi fleiri hleðslustöðvar í hverju ríki en í þessari einu stöð í Nebbenes. Mikil ánægja er með þessa nýju stöð í Nebbenes og mættu 150 Tesla eigendur þegar stöðin var formlega opnuð. Í Noregi er hæsta hlutfall rafmagnsbíla í heiminum, enda mikill stuðningur hins opinbera við kaupendur rafmagnsbíla þar.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent