3.700 tilvonandi Nissan Leaf kaupendur í Kanada svekktir Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 14:45 Nissan Leaf. Kanadamaðurinn og Nissan Leaf eigandinn Bruno Marcoux safnaði saman 3.700 tilvonandi Nissan Leaf kaupendum með loforði um að bílarnir myndu fást á 20.000 Kanadadollara, eða 1,8 milljón króna. Það verð átti að nást með endugreiðslum frá Kanadíska ríkinu sem það veitir kaupendum á rafmagnsbílum, sem og góðum afslætti frá Nissan. Forstjóri Nissan í Kanada hefur nú neitað Bruno Marcoux um magnafslátt af bílunum og sagði í leiðinni að sú endurgreiðsla sem Kanadaríki veiti uppá 8.000 Kanadadollara sé nægur afsláttur á þeim. Viðbrögð Bruno Marcoux og kaupandanna voru þau að halla sér að Tesla og kaupa Tesla Model 3 bíla. Biðin eftir þeim gæti þó orðið löng þar sem nú þegar eru 400.000 manns skráð fyrir nýjum slíkum bílum. Ef að samningurinn við Nissan vegna Leaf bílanna hefði gengið eftir hefði Nissan Leaf bílum á götum Kanada fjölgað um helming í einum vetvangi. Ekki síst eru Bruno Marcoux og hinir 3.700 viljugu kaupendur svekktir í ljósi þess að samskonar söfnun kaupenda á Nissan Leaf bílum í Colorado gekk eftir en þar tryggðu 248 kaupendur sér bílinn með miklu afslætti og það með hjálp frá Nissan America. Hlutirnir virka greinilega ekki eins í Kanada og í Bandaríkjunum. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent
Kanadamaðurinn og Nissan Leaf eigandinn Bruno Marcoux safnaði saman 3.700 tilvonandi Nissan Leaf kaupendum með loforði um að bílarnir myndu fást á 20.000 Kanadadollara, eða 1,8 milljón króna. Það verð átti að nást með endugreiðslum frá Kanadíska ríkinu sem það veitir kaupendum á rafmagnsbílum, sem og góðum afslætti frá Nissan. Forstjóri Nissan í Kanada hefur nú neitað Bruno Marcoux um magnafslátt af bílunum og sagði í leiðinni að sú endurgreiðsla sem Kanadaríki veiti uppá 8.000 Kanadadollara sé nægur afsláttur á þeim. Viðbrögð Bruno Marcoux og kaupandanna voru þau að halla sér að Tesla og kaupa Tesla Model 3 bíla. Biðin eftir þeim gæti þó orðið löng þar sem nú þegar eru 400.000 manns skráð fyrir nýjum slíkum bílum. Ef að samningurinn við Nissan vegna Leaf bílanna hefði gengið eftir hefði Nissan Leaf bílum á götum Kanada fjölgað um helming í einum vetvangi. Ekki síst eru Bruno Marcoux og hinir 3.700 viljugu kaupendur svekktir í ljósi þess að samskonar söfnun kaupenda á Nissan Leaf bílum í Colorado gekk eftir en þar tryggðu 248 kaupendur sér bílinn með miklu afslætti og það með hjálp frá Nissan America. Hlutirnir virka greinilega ekki eins í Kanada og í Bandaríkjunum.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent