Bandaríkjamenn óku 2,5 billjón km á fyrri helmingi ársins Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 12:00 Þung bílaumferð í Bandaríkjunum. Í bílalandinu Bandaríkjunum er mikið ekið og vegalengdir langar milli staða. Aldrei hafa Bandaríkjamenn þó ekið meira en í ár og var nýtt met slegið á fyrri helmingi þess og aukningin 3,3% frá því í fyrra. Samtals óku Bandaríkjamenn 2,5 billjón kílómetra á fyrstu 6 mánuðum ársins, en það samsvarar 500 ferðum til plánetunnar Plútó. Ferðagleði Bandaríkjamanna nú skýrist að einhverju leiti á lágu eldsneytisverði, en meðalverðið á bensíni í landinu er nú 2,2 dollarar á gallonið, en það samsvarar 67,5 krónum á hvern lítra. Það er um þriðjungur bensínsverðs hér á landi. Bensínverð er 15% lægra í Bandaríkjunum í ár en í fyrra. Annað sem bent er á sem skýringu á auknum akstri er hækkandi flugfargjöld í landinu og fyrir vikið velja fleiri og fleiri að fara akandi. Akstur bíla náði ákveðinni lægð í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 en hefur verið stigvaxandi síðan. Skráðir bílar í Bandaríkjunum eru nú 260 milljónir og því var hverjum þeirra ekið 9.777 km á fyrri helmingi ársins og það samsvarar um 19.500 km akstri á ári. Það er nokkuð mikill akstur á hvern bíl, en algengur meðalakstur hér á landi er 15.000 km á ári. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður
Í bílalandinu Bandaríkjunum er mikið ekið og vegalengdir langar milli staða. Aldrei hafa Bandaríkjamenn þó ekið meira en í ár og var nýtt met slegið á fyrri helmingi þess og aukningin 3,3% frá því í fyrra. Samtals óku Bandaríkjamenn 2,5 billjón kílómetra á fyrstu 6 mánuðum ársins, en það samsvarar 500 ferðum til plánetunnar Plútó. Ferðagleði Bandaríkjamanna nú skýrist að einhverju leiti á lágu eldsneytisverði, en meðalverðið á bensíni í landinu er nú 2,2 dollarar á gallonið, en það samsvarar 67,5 krónum á hvern lítra. Það er um þriðjungur bensínsverðs hér á landi. Bensínverð er 15% lægra í Bandaríkjunum í ár en í fyrra. Annað sem bent er á sem skýringu á auknum akstri er hækkandi flugfargjöld í landinu og fyrir vikið velja fleiri og fleiri að fara akandi. Akstur bíla náði ákveðinni lægð í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 en hefur verið stigvaxandi síðan. Skráðir bílar í Bandaríkjunum eru nú 260 milljónir og því var hverjum þeirra ekið 9.777 km á fyrri helmingi ársins og það samsvarar um 19.500 km akstri á ári. Það er nokkuð mikill akstur á hvern bíl, en algengur meðalakstur hér á landi er 15.000 km á ári.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður