Allt önnur Kvartmílubraut Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 10:23 Frá driftkeppni á Kvartmílubrautinni. B&B Kristinsson Miklar breytingar hafa orðið á Kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni á síðustu tveimur árum og er nú komin malbikuð hringakstursbraut þar sem gríðarlega gaman er að keyra. Fleira stendur til á svæðinu og í byggingu er sandspyrnubraut og torfærubraut svo innan skamms verður svæðið orðið að akstursdraumasvæði bílaáhugamanna. Allar þessar framkvæmdir kosta sitt og segir Ingólfur Arnarsson formaður Kvartmíluklúbbsins að þessar breytingar á brautinni og svæðinu öllu hefðu aldrei komið til framkvæmda nema með stuðningi margra, svo sem verktaka, Hafnarfjarðarbæjar, samningi við Ökukennarafélagið, sem notar brautina til æfingaksturs, sem og fleiri aðila.Margföldun í notkun brautarinnarMikil aukin starfsemi er á brautinni nú og 3 til 4 viðburðir í hverri viku sem áfram eru planaðir út haustið, eða eins og veður leyfir. Félagafjöldi í Kvartmíluklúbbnum hefur aukist gríðarlega og segir Ingólfur að starfsemin hafi tvö- eða þrefaldast á skömmum tíma. Með hringakstursbrautinni hefur útleiga á aðstöðunni aukist og til dæmis hafi Bílabúð Benna og Toyota leigt hana fyrir viðburði á sínum vegum í sumar og víst sé að slíkum viðburðum muni fjölga mjög á næstu árum. Kvartmíluklúbburinn er með stórt og veglegt félagsheimili við brautina og fylgir það slíkri leigu. Hver dagur í leigu á brautinni kostar 300.000 kr. Á hverju ári fara einnig fram á brautinni lokaprófanir á þeim bílum sem ná í úrslit í vali á Bíl ársins, sem veitt eru af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). Engin breyting verður á því í ár og fara prófanirnar fram næstu helgi á Kvartmílubrautinni. Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent
Miklar breytingar hafa orðið á Kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni á síðustu tveimur árum og er nú komin malbikuð hringakstursbraut þar sem gríðarlega gaman er að keyra. Fleira stendur til á svæðinu og í byggingu er sandspyrnubraut og torfærubraut svo innan skamms verður svæðið orðið að akstursdraumasvæði bílaáhugamanna. Allar þessar framkvæmdir kosta sitt og segir Ingólfur Arnarsson formaður Kvartmíluklúbbsins að þessar breytingar á brautinni og svæðinu öllu hefðu aldrei komið til framkvæmda nema með stuðningi margra, svo sem verktaka, Hafnarfjarðarbæjar, samningi við Ökukennarafélagið, sem notar brautina til æfingaksturs, sem og fleiri aðila.Margföldun í notkun brautarinnarMikil aukin starfsemi er á brautinni nú og 3 til 4 viðburðir í hverri viku sem áfram eru planaðir út haustið, eða eins og veður leyfir. Félagafjöldi í Kvartmíluklúbbnum hefur aukist gríðarlega og segir Ingólfur að starfsemin hafi tvö- eða þrefaldast á skömmum tíma. Með hringakstursbrautinni hefur útleiga á aðstöðunni aukist og til dæmis hafi Bílabúð Benna og Toyota leigt hana fyrir viðburði á sínum vegum í sumar og víst sé að slíkum viðburðum muni fjölga mjög á næstu árum. Kvartmíluklúbburinn er með stórt og veglegt félagsheimili við brautina og fylgir það slíkri leigu. Hver dagur í leigu á brautinni kostar 300.000 kr. Á hverju ári fara einnig fram á brautinni lokaprófanir á þeim bílum sem ná í úrslit í vali á Bíl ársins, sem veitt eru af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). Engin breyting verður á því í ár og fara prófanirnar fram næstu helgi á Kvartmílubrautinni.
Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent