Frábær ný kynslóð E-Class Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 10:08 Mercedes Benz E-Class er næst stærsti fólksbíll Benz á eftir S-Class. Reynsluakstur - Mercedes Benz E-Class Það er ávallt fréttnæmt þegar Mercedes Benz kynnir nýja kynslóð af E-Class bíl sínum, en E-Class er nýkominn til landsins og flottari en nokkru sinnum fyrr. Það hefur verið sagt um þessa nýju kynslóð bílsins að hann sé litli bróðir flaggskipsins S-Class og það má til sanns vegar færa, því bæði er útlit hans nauðalíkt S-Class og afar fallegt og auk þess er hann hlaðinn tækninýjungum eins og stóri bróðirinn. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem E-Class 220d bíll var sóttur uppí Öskju og við tóku afar ánægjuleg kynni. Það sem strax vakti athygli reynsluökumanns var hve eyðslumælir bílsins sýndi strax lága tölu. Í akstri um Suðurlandið sáust reyndar alveg fáránlegar tölur, eða 4,3 lítrar á hundraðið og það á bíl sem teljast verður stór. Það skýrist öðru fremur af nýrri 2,0 lítra dísilvél sem virðist afar vel heppnuð og undarlega eyðslugrönn þrátt fyrir ágætt afl, eða 194 hestöfl.Með sparsömustu bílum þó stór séMeð þessari nýju vél er bíllinn 7,3 sekúndur í hundraðið og því er ekki hér um að ræða neinn letingja þó sparsamur sé. Mjög gaman er að gefa honum inn og hröðunin áhrifamikil þó svo sprengirými þessarar dísilvélar sé ekki mikið. Það var alls ekkert varlega farið með bensínfætinum, en samt eyddi bíllinn nánast engu. Þessi lága eyðsla bílsins sannaðist síðan í Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu um daginn þar sem hann sýndi ámóta eyðslu og í reynsluakstrinum á leið sinni til Akureyrar. Hann hjó meira að segja mjög nálægt sigurvegaranum í keppninni, Renault Clio sem eyddi rétt rúmum 4 lítrum á sömu leið. Eitt er það sem gerir þessa mögnuðu nýju vél svona sparsama, en það er sú 9 gíra sjálfskipting sem við hana er tengd. Hún tryggir að vélin sé alltaf á réttum snúningi og athyglivert var t.d. að sjá að bíllinn skiptir sér ekki í efsta gír fyrr en mjög djarflega er ekið. Mikið rými og glæst innréttingEn bíll er ekki bara vélin og víst er að E-Class hefur margt fram að færa fyrir kaupendur. Fyrir það fyrsta er innréttingin í bílnum hin glæsilegasta. Ekki skemmir fyrir ferlega töff lituð lýsing meðfram svo til öllum bílnum, en mest áberandi undir mælaborði hans. Sætin eru góð þó fyrsta tilfinning hafi verið að þau væru fullstíf. En þau vöndust svo vel að eftir langan akstur þar sem bæði ökumaður og farþegi stóðu kátir upp, voru þau sannarlega tekin í sátt. Aðalmálið þó við innanrými E-Class er hve allt er rúmt og það mun enginn geta kvartað um plássleysi, hvar sem þeir sitja í bílnum. Að auki er skottrýmið örlítið stærra en í helstu samkeppnisbílunum BMW 5 og Audi A6. Það sem líklega meira máli skiptir eru þau rúmu geymsluhólf öll í framhluta bílsins og er því e.t.v. helst að þakka staðsetningu skiptistangarinnar í stýrinu sem leyfir fyrir mikið heilmikið geymslupláss á milli framsætanna. Ekki er hægt að tala um innréttinguna án þess að minnast á risastórt og hrikalega flott stafrænt mælaborðið sem nær að miðju bílsins.Ótrúlega hljóðlátur og á fínu verðiAkstur E-Class er eins ánægjulegur eins og hann getur framast orðið, fjöðrunin er frábær og vel stillt og hann fer ansi fagmannlega í beygjurnar og étur ójöfnur með bestu lyst. Það verður þó ekki sagt að E-Class sé með sportlegustu aksturseiginleikana í þessum stærðarflokki lúxusbíla, en svo virðist sem Benz hafi meira hugsað til þægilegs aksturs en grimmra sporteiginleika. Þannig er líka kaupendahópurinn yfirleitt þenkjandi. Bíllinn er svo hljóðlátur að vart er dæmi um annað. Það sem meira er að ökumaður hefur ekki hugmyn um að undir vélarhlífinni er dísilvél. Þar gæti fullt eins verið ekki neitt eða afar hljóðlát lítil bensínvél. Það er því með miklum vilja sem hægri fóturinn fer stundum hratt niður, bara til þess eins að heyra þó aðeins í grimmu urrinu í þessari frábæru dísilvél. Mercedes Benz verður ekki skammað fyrir verðlagninguna á þessum mikla bíl, en E-Class má fá frá 7.810.000 kr. og í 220d útgáfunni frá 7.990.000 kr. BMW 5-línan fæst á 9.590.000 kr. en þar er um að ræða afmælisútgáfu bílsins. Audi A6 fæst frá 7.990.000 með 190 hestafla bensínvél en á 8.190.000 kr. með jafn öflugri dísilvél.Kostir: Eyðsla, fegurð að innan sem utan, verðÓkostir: Ekki sportlegasti akstursbíllinn í sínum flokki 2,0 l. dísilvél, 194 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 112 g/km CO2 Hröðun: 7,3 sek. Hámarkshraði: 240 km/klst Verð frá: 7.810.000 kr. Umboð: AskjaÓvenjuleg staðsetning stillitakka fyrir framsætin, þ.e. í hurðunum. Hálfgert vörumerki fyrir Mercedes Benz.Lagleg stjórntæki og fullkomin í E-Class.Mjög flott innrétting í bílnum og ekki skaðar stafrænt mælaborðið.Stafræna mælaborðið nær að miðju bílsins og er gríðarlega fallegt og upplýsingagefandi. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Reynsluakstur - Mercedes Benz E-Class Það er ávallt fréttnæmt þegar Mercedes Benz kynnir nýja kynslóð af E-Class bíl sínum, en E-Class er nýkominn til landsins og flottari en nokkru sinnum fyrr. Það hefur verið sagt um þessa nýju kynslóð bílsins að hann sé litli bróðir flaggskipsins S-Class og það má til sanns vegar færa, því bæði er útlit hans nauðalíkt S-Class og afar fallegt og auk þess er hann hlaðinn tækninýjungum eins og stóri bróðirinn. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem E-Class 220d bíll var sóttur uppí Öskju og við tóku afar ánægjuleg kynni. Það sem strax vakti athygli reynsluökumanns var hve eyðslumælir bílsins sýndi strax lága tölu. Í akstri um Suðurlandið sáust reyndar alveg fáránlegar tölur, eða 4,3 lítrar á hundraðið og það á bíl sem teljast verður stór. Það skýrist öðru fremur af nýrri 2,0 lítra dísilvél sem virðist afar vel heppnuð og undarlega eyðslugrönn þrátt fyrir ágætt afl, eða 194 hestöfl.Með sparsömustu bílum þó stór séMeð þessari nýju vél er bíllinn 7,3 sekúndur í hundraðið og því er ekki hér um að ræða neinn letingja þó sparsamur sé. Mjög gaman er að gefa honum inn og hröðunin áhrifamikil þó svo sprengirými þessarar dísilvélar sé ekki mikið. Það var alls ekkert varlega farið með bensínfætinum, en samt eyddi bíllinn nánast engu. Þessi lága eyðsla bílsins sannaðist síðan í Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu um daginn þar sem hann sýndi ámóta eyðslu og í reynsluakstrinum á leið sinni til Akureyrar. Hann hjó meira að segja mjög nálægt sigurvegaranum í keppninni, Renault Clio sem eyddi rétt rúmum 4 lítrum á sömu leið. Eitt er það sem gerir þessa mögnuðu nýju vél svona sparsama, en það er sú 9 gíra sjálfskipting sem við hana er tengd. Hún tryggir að vélin sé alltaf á réttum snúningi og athyglivert var t.d. að sjá að bíllinn skiptir sér ekki í efsta gír fyrr en mjög djarflega er ekið. Mikið rými og glæst innréttingEn bíll er ekki bara vélin og víst er að E-Class hefur margt fram að færa fyrir kaupendur. Fyrir það fyrsta er innréttingin í bílnum hin glæsilegasta. Ekki skemmir fyrir ferlega töff lituð lýsing meðfram svo til öllum bílnum, en mest áberandi undir mælaborði hans. Sætin eru góð þó fyrsta tilfinning hafi verið að þau væru fullstíf. En þau vöndust svo vel að eftir langan akstur þar sem bæði ökumaður og farþegi stóðu kátir upp, voru þau sannarlega tekin í sátt. Aðalmálið þó við innanrými E-Class er hve allt er rúmt og það mun enginn geta kvartað um plássleysi, hvar sem þeir sitja í bílnum. Að auki er skottrýmið örlítið stærra en í helstu samkeppnisbílunum BMW 5 og Audi A6. Það sem líklega meira máli skiptir eru þau rúmu geymsluhólf öll í framhluta bílsins og er því e.t.v. helst að þakka staðsetningu skiptistangarinnar í stýrinu sem leyfir fyrir mikið heilmikið geymslupláss á milli framsætanna. Ekki er hægt að tala um innréttinguna án þess að minnast á risastórt og hrikalega flott stafrænt mælaborðið sem nær að miðju bílsins.Ótrúlega hljóðlátur og á fínu verðiAkstur E-Class er eins ánægjulegur eins og hann getur framast orðið, fjöðrunin er frábær og vel stillt og hann fer ansi fagmannlega í beygjurnar og étur ójöfnur með bestu lyst. Það verður þó ekki sagt að E-Class sé með sportlegustu aksturseiginleikana í þessum stærðarflokki lúxusbíla, en svo virðist sem Benz hafi meira hugsað til þægilegs aksturs en grimmra sporteiginleika. Þannig er líka kaupendahópurinn yfirleitt þenkjandi. Bíllinn er svo hljóðlátur að vart er dæmi um annað. Það sem meira er að ökumaður hefur ekki hugmyn um að undir vélarhlífinni er dísilvél. Þar gæti fullt eins verið ekki neitt eða afar hljóðlát lítil bensínvél. Það er því með miklum vilja sem hægri fóturinn fer stundum hratt niður, bara til þess eins að heyra þó aðeins í grimmu urrinu í þessari frábæru dísilvél. Mercedes Benz verður ekki skammað fyrir verðlagninguna á þessum mikla bíl, en E-Class má fá frá 7.810.000 kr. og í 220d útgáfunni frá 7.990.000 kr. BMW 5-línan fæst á 9.590.000 kr. en þar er um að ræða afmælisútgáfu bílsins. Audi A6 fæst frá 7.990.000 með 190 hestafla bensínvél en á 8.190.000 kr. með jafn öflugri dísilvél.Kostir: Eyðsla, fegurð að innan sem utan, verðÓkostir: Ekki sportlegasti akstursbíllinn í sínum flokki 2,0 l. dísilvél, 194 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 112 g/km CO2 Hröðun: 7,3 sek. Hámarkshraði: 240 km/klst Verð frá: 7.810.000 kr. Umboð: AskjaÓvenjuleg staðsetning stillitakka fyrir framsætin, þ.e. í hurðunum. Hálfgert vörumerki fyrir Mercedes Benz.Lagleg stjórntæki og fullkomin í E-Class.Mjög flott innrétting í bílnum og ekki skaðar stafrænt mælaborðið.Stafræna mælaborðið nær að miðju bílsins og er gríðarlega fallegt og upplýsingagefandi.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent