Einum færri Koenigsegg Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2016 09:39 Ekki mikið eftir af þessum Koenigsegg CCX. Þar sem ofurbílar sænska bílaframleiðandans Koenigsegg eru ekki svo margir er eftirsjá eftir hverjum þeim bíl sem hverfur af sjónarsviðinu. Víst er að þessum Koenigsegg CCX verður ekki ekið framar, en ökumaður hans missti stjórn á bílnum á miklum hraða nálægt Monterrey í Mexíkó í síðustu viku. Bíllinn fór margar veltur og slösuðust bæði ökumaður og farþegi í bílnum. Ekki er enn ljóst um afdrif þeirra, en heimildir á samskiptamiðlum herma þó að annar þeirra hafi látið lífið á spítala, þó það hafi ekki verið staðfest. Miðað við útlit bílsins, þar sem allur framendi hans er horfinn ásamt þaki bílsins má eðlilegt teljast að farþegar hans geti tæplega hafa sloppið vel úr þessu hörmulega slysi. Frá árinu 2006 hefur Christian von Koenigsegg aðeins framleitt ríflega 100 Koenigsegg bíla og teljast allir þeirra meðal ofurbíla. Christian von Keonigsegg er 44 ára Svíi og giftur íslenskri konu að nafni Halldóra. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Þar sem ofurbílar sænska bílaframleiðandans Koenigsegg eru ekki svo margir er eftirsjá eftir hverjum þeim bíl sem hverfur af sjónarsviðinu. Víst er að þessum Koenigsegg CCX verður ekki ekið framar, en ökumaður hans missti stjórn á bílnum á miklum hraða nálægt Monterrey í Mexíkó í síðustu viku. Bíllinn fór margar veltur og slösuðust bæði ökumaður og farþegi í bílnum. Ekki er enn ljóst um afdrif þeirra, en heimildir á samskiptamiðlum herma þó að annar þeirra hafi látið lífið á spítala, þó það hafi ekki verið staðfest. Miðað við útlit bílsins, þar sem allur framendi hans er horfinn ásamt þaki bílsins má eðlilegt teljast að farþegar hans geti tæplega hafa sloppið vel úr þessu hörmulega slysi. Frá árinu 2006 hefur Christian von Koenigsegg aðeins framleitt ríflega 100 Koenigsegg bíla og teljast allir þeirra meðal ofurbíla. Christian von Keonigsegg er 44 ára Svíi og giftur íslenskri konu að nafni Halldóra.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent