Hún var fyrsta konan til að taka við embætti forseta Brasilíu árið 2011 og nærri 80 prósent Brasilíumanna voru ánægðir með störf hennar á fyrri hluta árs 2013. Henni var sérstaklega lofað fyrir baráttu sína gegn fátækt í landinu og landsmenn voru margir spenntir fyrir komandi íþróttastórmót sem halda átti í landinu – fyrst HM í fótbolta og síðar Ólympíuleika. Árið 2013 sögðust í fyrsta sinn fleiri Brasilíumenn vera ánægðari með störf Dilmu, líkt og hún er jafnan kölluð, en störf forvera hennar í embætti og læriföður, hins vinsæla Luiz Inacio Lula da Silva. Þá útnefndi Forbes hana aðra valdamestu konu heims árið 2013 á eftir Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Nú, rúmum þremur árum síðar, hefur Dilmu Rousseff endanlega verið vikið úr embætti og bentu skoðanakannanir fyrr á árinu til þess að hún nyti stuðnings innan við tíu prósent þjóðarinnar. Öldungadeild brasilíska þingsins sakfelldi í gær Dilmu af ákæru um embættisglöp en hún var sökuð um að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins.Dóttir búlagarsk innflytjendaDilma Rousseff fæddist árið 1947 og ólst upp á millistéttarheimili í Belo Horizonte, norður af Rio de Janeiro. Hún er dóttir kennarans Dilmu Jane da Silva og Pedro Rousseff, búlgarsks innflytjenda, lögmanns og yfirlýsts kommúnista.Dilma Rousseff sat í fangelsi á árinum 1970 til 1972.Vísir/AFPÍ grein BBC segir að Dilma hafi upphaflega bundið vonir við að verða ballettdansmær en lagði þau áform á hilluna til að ganga til liðs við hreyfingu vinstrimanna sem barðist gegn herforingjastjórn landsins sem tók völdin árið 1964. Sex árum síðar var hún tekin höndum og sat í fangelsi í þrjú ár. Þar þurfti hún að sæta pyndingum vegna þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfingum landsins, en gaf þrátt fyrir það engar upplýsingar um aðra liðsmenn hreyfinganna.Áhugi á grískri goðafræðiDilma hefur verið þekkt fyrir oft á tíðum hranalega framkomu sína og litla þolinmæði gagnvart pólitískum andstæðingum sínum. Hún segist gaman af sögu og óperum og segist hafa mikinn áhuga á grískri goðafræði. Hún hefur tvívegis gengið í hjónaband og eignaðist dótturina Paulu með fyrri eiginmanni sínum árið 1976. Hún skildi við seinni eiginmann sinn árið 2000.Dilma Rousseff og Luiz Inacio Lula da Silva.Vísir/AFPSkjólstæðingur Lula forsetaDilma komst til metorða í brasilískum stjórnmálum sem skjólstæðingur Luiz Inacio Lula da Silva, sem gegndi embætti forseta á árunum 2003 til 2011. Þegar starfsmannastjóri Luka, José Dirceu, neyddist til að segja af sér eftir að hann var sakfelldur af ákæru um að hafa greitt samstarfsflokkum Lula úr opinberum sjóðum í skiptum fyrir stuðning, var Dilma fengin til að taka við stöðunni árið 2005. Hún hafði þá gegnt embætti orkumálaráðherra um rúmlega tveggja ára skeið. Hún greindist með krabbamein í eitilfrumum árið 2009 en gegndi áfram stöðu starfsmannastjóra.Dilma bauð sig fram til forseta árið 2010. Hún sór embættiseið árið 2011.Vísir/AFPKjörin forsetiStjórnarskrá Brasilíu meinaði Lula að bjóða sig fram til embættis forseta þriðja kjörtímabilið og ákvað Dilma því að taka slaginn. Þetta var árið 2010. Henni mistókst að ná hreinum meirihluta í fyrri umferð forsetakosninganna, en hafði betur gegn mótframbjóðenda sínum, José Serra, í þeirri síðari þar sem Dilma hlaut 56 prósent atkvæða. Dilma var því orðin forseti fimmta fjölmennasta ríkis heims. BBC segir að kjósendur hafi sérstaklega hrifist af baráttu hennar þegar kom að umbótum í félagslega kerfinu og stuðningskerfinu Bolsa Familia sem hefur nýst um 36 milljónum landsmanna.Endurkjörin þrátt fyrir ólgu í landinuFyrsta kjörtímabil Dilmu var þó enginn dans á rósum þar sem fjölmargir voru andsnúnir kostnaðarsömum umsóknum Brasilíu um að halda fyrst HM í fótbolta 2014 og svo Ólympíuleika í Ríó tveimur árum síðar á meðan ójöfnuður og fátækt voru grasserandi í landinu.Dilma Rousseff árið 2014.Vísir/AFPÁri fyrir HM í Brasilíu, í júní 2013, söfnuðust um milljón mótmælendur saman á götum Brasilíu á meðan á Álfukeppninni svokölluðu stóð. Mótmælin blossuðu upp í kjölfar ákvörðunar yfirvalda að hækka fargjöld í strætisvögnum, en dreifðust skjótt um landið allt. Kváðust mótmælendur vera að lýsa yfir andstöðu við spillingu í landinu og stöðu öryggis-, heilbrigðis- og samgöngumála. Dilma svaraði því til að ekki væri verið að fjármagna stórmótin á kostnað opinberrar þjónustu. Þrátt fyrir mótmælaölduna sem gekk yfir landið tókst Dilmu að tryggja sér endurkjör þegar hún hafði betur gegn hægrimanninum Aécio Neves í forsetakosningunum í október 2014. Litlu munaði á frambjóðendunum – Dilma með um 51 prósent og Neves um 48 – og hét Dilma því að standa sig betur í embætti en hún hafði gert til þessa.Spilling, samdráttur og lækkandi olíuverð.Síðara kjörtímabil Dilmu hefur að stórum hluta einkennst af spillingarmálum tengdum ríkisrekna olíufélaginu Petrobas. Rannsókn leiddi í ljós að stærsta byggingafélag Brasilíu hafði þá ofrukkað Petropas vegna fjölda samninga.Michel Temer er nýr forseti Brasilíu.Vísir/AFPSaksóknarar sökuðu Verkamannaflokk Dilmu um að hafa fjármagnað kosningabaráttur og fleira með fé þaðan. Fjöldi háttsettra samflokksmanna Dilmu voru sakfelldir vegna aðildar sinnar að málinu, en Dilma hefur ætíð haldið því fram að hún hafi ekkert vitað um málið. Andstæðingar Dilmu hafa þó ekki tekið hana trúanlega og benda á að ótrúlegt megi teljast að hún hafi ekkert vitað enda gegndi hún stöðu stjórnarformanns Petrobras á árunum 2003 til 2010. Samdráttur í efnahagslífi, hækkandi atvinnuleysi og lækkandi olíuverð hafa einnig reynst Dilmu erfið síðustu ár. Það sem reyndist Dilmu að falli voru hins vegar ásakanir um að hún hefði fegrað stöðu ríkisfjármála til að hylma yfir raunverulegan tekjuhalla brasilíska ríkisins. Dilma hefur hafnað þeim ásökunum sem á hana eru bornar og líkti ákæruna við valdarán. Hún var ákærð og tímabuldið vikið úr embætti í maí síðstliðinn þegar varaforseti hennar, hinn 75 ára Michel Temer, tók við stjórnartaumunum. Með ákvörðun öldungadeildar þingsins í gær lauk þar með endanlega tíð hinnar baráttuglöðu Dilmu í stóli forseta Brasilíu. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Kalla sendiherra sína heim frá Brasilíu Stjórnvöld í Venesúela, Ekvador og Bólivíu hafa öll kallað sendiherrasína í Brasilíu heim í mótmælaskyni. 1. september 2016 08:40 Segir samvisku sína vera hreina Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, sagðist í gær saklaus af öllum ásökunum. 30. ágúst 2016 07:00 Rousseff segir ákæruna tilraun til valdaráns Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, gaf í dag skýrslu fyrir öldungadeild þingsins, en hún sætir ákæru um embættisglöp. 29. ágúst 2016 13:45 Rouseff vikið úr embætti forseta Brasilískir öldungadeildarþingmenn kusu gegn forsetanum sem hefur verið sökuð um hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. 31. ágúst 2016 16:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent
Hún var fyrsta konan til að taka við embætti forseta Brasilíu árið 2011 og nærri 80 prósent Brasilíumanna voru ánægðir með störf hennar á fyrri hluta árs 2013. Henni var sérstaklega lofað fyrir baráttu sína gegn fátækt í landinu og landsmenn voru margir spenntir fyrir komandi íþróttastórmót sem halda átti í landinu – fyrst HM í fótbolta og síðar Ólympíuleika. Árið 2013 sögðust í fyrsta sinn fleiri Brasilíumenn vera ánægðari með störf Dilmu, líkt og hún er jafnan kölluð, en störf forvera hennar í embætti og læriföður, hins vinsæla Luiz Inacio Lula da Silva. Þá útnefndi Forbes hana aðra valdamestu konu heims árið 2013 á eftir Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Nú, rúmum þremur árum síðar, hefur Dilmu Rousseff endanlega verið vikið úr embætti og bentu skoðanakannanir fyrr á árinu til þess að hún nyti stuðnings innan við tíu prósent þjóðarinnar. Öldungadeild brasilíska þingsins sakfelldi í gær Dilmu af ákæru um embættisglöp en hún var sökuð um að hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins.Dóttir búlagarsk innflytjendaDilma Rousseff fæddist árið 1947 og ólst upp á millistéttarheimili í Belo Horizonte, norður af Rio de Janeiro. Hún er dóttir kennarans Dilmu Jane da Silva og Pedro Rousseff, búlgarsks innflytjenda, lögmanns og yfirlýsts kommúnista.Dilma Rousseff sat í fangelsi á árinum 1970 til 1972.Vísir/AFPÍ grein BBC segir að Dilma hafi upphaflega bundið vonir við að verða ballettdansmær en lagði þau áform á hilluna til að ganga til liðs við hreyfingu vinstrimanna sem barðist gegn herforingjastjórn landsins sem tók völdin árið 1964. Sex árum síðar var hún tekin höndum og sat í fangelsi í þrjú ár. Þar þurfti hún að sæta pyndingum vegna þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfingum landsins, en gaf þrátt fyrir það engar upplýsingar um aðra liðsmenn hreyfinganna.Áhugi á grískri goðafræðiDilma hefur verið þekkt fyrir oft á tíðum hranalega framkomu sína og litla þolinmæði gagnvart pólitískum andstæðingum sínum. Hún segist gaman af sögu og óperum og segist hafa mikinn áhuga á grískri goðafræði. Hún hefur tvívegis gengið í hjónaband og eignaðist dótturina Paulu með fyrri eiginmanni sínum árið 1976. Hún skildi við seinni eiginmann sinn árið 2000.Dilma Rousseff og Luiz Inacio Lula da Silva.Vísir/AFPSkjólstæðingur Lula forsetaDilma komst til metorða í brasilískum stjórnmálum sem skjólstæðingur Luiz Inacio Lula da Silva, sem gegndi embætti forseta á árunum 2003 til 2011. Þegar starfsmannastjóri Luka, José Dirceu, neyddist til að segja af sér eftir að hann var sakfelldur af ákæru um að hafa greitt samstarfsflokkum Lula úr opinberum sjóðum í skiptum fyrir stuðning, var Dilma fengin til að taka við stöðunni árið 2005. Hún hafði þá gegnt embætti orkumálaráðherra um rúmlega tveggja ára skeið. Hún greindist með krabbamein í eitilfrumum árið 2009 en gegndi áfram stöðu starfsmannastjóra.Dilma bauð sig fram til forseta árið 2010. Hún sór embættiseið árið 2011.Vísir/AFPKjörin forsetiStjórnarskrá Brasilíu meinaði Lula að bjóða sig fram til embættis forseta þriðja kjörtímabilið og ákvað Dilma því að taka slaginn. Þetta var árið 2010. Henni mistókst að ná hreinum meirihluta í fyrri umferð forsetakosninganna, en hafði betur gegn mótframbjóðenda sínum, José Serra, í þeirri síðari þar sem Dilma hlaut 56 prósent atkvæða. Dilma var því orðin forseti fimmta fjölmennasta ríkis heims. BBC segir að kjósendur hafi sérstaklega hrifist af baráttu hennar þegar kom að umbótum í félagslega kerfinu og stuðningskerfinu Bolsa Familia sem hefur nýst um 36 milljónum landsmanna.Endurkjörin þrátt fyrir ólgu í landinuFyrsta kjörtímabil Dilmu var þó enginn dans á rósum þar sem fjölmargir voru andsnúnir kostnaðarsömum umsóknum Brasilíu um að halda fyrst HM í fótbolta 2014 og svo Ólympíuleika í Ríó tveimur árum síðar á meðan ójöfnuður og fátækt voru grasserandi í landinu.Dilma Rousseff árið 2014.Vísir/AFPÁri fyrir HM í Brasilíu, í júní 2013, söfnuðust um milljón mótmælendur saman á götum Brasilíu á meðan á Álfukeppninni svokölluðu stóð. Mótmælin blossuðu upp í kjölfar ákvörðunar yfirvalda að hækka fargjöld í strætisvögnum, en dreifðust skjótt um landið allt. Kváðust mótmælendur vera að lýsa yfir andstöðu við spillingu í landinu og stöðu öryggis-, heilbrigðis- og samgöngumála. Dilma svaraði því til að ekki væri verið að fjármagna stórmótin á kostnað opinberrar þjónustu. Þrátt fyrir mótmælaölduna sem gekk yfir landið tókst Dilmu að tryggja sér endurkjör þegar hún hafði betur gegn hægrimanninum Aécio Neves í forsetakosningunum í október 2014. Litlu munaði á frambjóðendunum – Dilma með um 51 prósent og Neves um 48 – og hét Dilma því að standa sig betur í embætti en hún hafði gert til þessa.Spilling, samdráttur og lækkandi olíuverð.Síðara kjörtímabil Dilmu hefur að stórum hluta einkennst af spillingarmálum tengdum ríkisrekna olíufélaginu Petrobas. Rannsókn leiddi í ljós að stærsta byggingafélag Brasilíu hafði þá ofrukkað Petropas vegna fjölda samninga.Michel Temer er nýr forseti Brasilíu.Vísir/AFPSaksóknarar sökuðu Verkamannaflokk Dilmu um að hafa fjármagnað kosningabaráttur og fleira með fé þaðan. Fjöldi háttsettra samflokksmanna Dilmu voru sakfelldir vegna aðildar sinnar að málinu, en Dilma hefur ætíð haldið því fram að hún hafi ekkert vitað um málið. Andstæðingar Dilmu hafa þó ekki tekið hana trúanlega og benda á að ótrúlegt megi teljast að hún hafi ekkert vitað enda gegndi hún stöðu stjórnarformanns Petrobras á árunum 2003 til 2010. Samdráttur í efnahagslífi, hækkandi atvinnuleysi og lækkandi olíuverð hafa einnig reynst Dilmu erfið síðustu ár. Það sem reyndist Dilmu að falli voru hins vegar ásakanir um að hún hefði fegrað stöðu ríkisfjármála til að hylma yfir raunverulegan tekjuhalla brasilíska ríkisins. Dilma hefur hafnað þeim ásökunum sem á hana eru bornar og líkti ákæruna við valdarán. Hún var ákærð og tímabuldið vikið úr embætti í maí síðstliðinn þegar varaforseti hennar, hinn 75 ára Michel Temer, tók við stjórnartaumunum. Með ákvörðun öldungadeildar þingsins í gær lauk þar með endanlega tíð hinnar baráttuglöðu Dilmu í stóli forseta Brasilíu.
Kalla sendiherra sína heim frá Brasilíu Stjórnvöld í Venesúela, Ekvador og Bólivíu hafa öll kallað sendiherrasína í Brasilíu heim í mótmælaskyni. 1. september 2016 08:40
Segir samvisku sína vera hreina Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, sagðist í gær saklaus af öllum ásökunum. 30. ágúst 2016 07:00
Rousseff segir ákæruna tilraun til valdaráns Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, gaf í dag skýrslu fyrir öldungadeild þingsins, en hún sætir ákæru um embættisglöp. 29. ágúst 2016 13:45
Rouseff vikið úr embætti forseta Brasilískir öldungadeildarþingmenn kusu gegn forsetanum sem hefur verið sökuð um hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. 31. ágúst 2016 16:48