18 bílar komnir í úrslit í vali á Bíl ársins Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 10:46 Volvo XC90 var bíll ársins í fyrra. Dómnefnd Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið þá 18 bíla sem komast í lokaúrtakið fyrir Bíl ársins 2017. Alls komast þrír bílar áfram í hverjum flokki en flokkarnir eru nú sex talsins. Lokaprófanir á þessum bílum mun fara fram á næstunni og því styttist í endanlegt val á Bíl ársins hér á landi þetta árið. Í flokki smábíla og minni millistærðarbíla komast áfram í stafrófsröð Opel Astra, Renault Megane, og Suzuki Baleno. Í flokki millistærðar, stærri fjölskyldubíla og lúxusbíla komast áfram Mercedes-Benz E-lína, Renault Talisman og VW Passat GTE. Í sportbílaflokki komast áfram Ford Focus RS, Lexus RC300h og VW Golf GTI Clubsport. Í flokki jepplinga komast áfram Honda HRV, Kia Sportage og VW Tiguan. Í flokki jeppa komast áfram Audi Q7 E-Tron, BMW X5 Pug-in Hybrid og Lexus RX450h. Loks er flokkur pallbíla í fyrsta skipti en þar komast áfram Mitsubishi L200, Nissan Navara og Toyota Hilux. Bandalag íslenskra bílablaðamanna hefur opnað nýja heimasíðu í tilefni valsins nú, billarsins.is og þar má sjá myndir af öllum þeim bílum sem nú koma til greina sem Bíll ársins. Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent
Dómnefnd Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið þá 18 bíla sem komast í lokaúrtakið fyrir Bíl ársins 2017. Alls komast þrír bílar áfram í hverjum flokki en flokkarnir eru nú sex talsins. Lokaprófanir á þessum bílum mun fara fram á næstunni og því styttist í endanlegt val á Bíl ársins hér á landi þetta árið. Í flokki smábíla og minni millistærðarbíla komast áfram í stafrófsröð Opel Astra, Renault Megane, og Suzuki Baleno. Í flokki millistærðar, stærri fjölskyldubíla og lúxusbíla komast áfram Mercedes-Benz E-lína, Renault Talisman og VW Passat GTE. Í sportbílaflokki komast áfram Ford Focus RS, Lexus RC300h og VW Golf GTI Clubsport. Í flokki jepplinga komast áfram Honda HRV, Kia Sportage og VW Tiguan. Í flokki jeppa komast áfram Audi Q7 E-Tron, BMW X5 Pug-in Hybrid og Lexus RX450h. Loks er flokkur pallbíla í fyrsta skipti en þar komast áfram Mitsubishi L200, Nissan Navara og Toyota Hilux. Bandalag íslenskra bílablaðamanna hefur opnað nýja heimasíðu í tilefni valsins nú, billarsins.is og þar má sjá myndir af öllum þeim bílum sem nú koma til greina sem Bíll ársins.
Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent