Mynd segir frá djasspíanista, leikinn af Gosling, sem fellur fyrir ungri konu sem er að reyna fyrir sér sem leikkona í Los Angeles. Þau áttu bæði draum um að ná langt í sínu fagi sem hefur þó ekki gengið eftir þegar áhorfendur fá að kynnast þeim, hún sér fyrir sér með því að afhenda kvikmyndastjörnum Latté-bolla á milli þess sem hún reynir fyrir sér í áheyrnarprufum en hann sér fyrir sér með því að spila tónlist á subbulegum börum.
Þau fella saman hugi en ýmsar breytur í lífi þeirra eiga eftir að ógna sambandinu.
Leikstjóri myndarinnar er Damien Chazelle sem á að baki myndina Whiplash frá árinu 2014.
Myndin fer í almenna sýningu í desember næstkomandi en hægt er að sjá stiklu úr henni hér fyrir neðan: