Fiat Chrysler innkallar 1,9 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2016 15:15 Jeep Patriot. Fiat Chrysler bílasamstæðan hefur innkallað 1,9 milljónir bíla vegna galla í öryggispúðum bílanna. Stóra fréttin er ef til vill sú að hér er ekki um að ræða öryggispúða framleidda af japanska fyrirtækinu Takata. Innköllunin kemur í kjölfar 3 dauðsfalla og 5 alvarlegra slysa að auki sökum galla í púðunum. Gallinn er fólginn í rafrænni bilun sem orsakar það að öryggispúðarnir blása ekki út og öryggisbeltin herðast heldur ekki að. Gallana fá finna í bílgerðunum Vhrysler Sebring, Chrysler 200, Dodge Caliber, Dodge Avenger, Jeep Patriot, Jeep Compass, og Lancia Flavia. Bílar framleiddir af Fiat Chrysler samstæðunni í dag eru ekki með þennan gallaða búnað. Þessi innköllun Fiat Chrysler kemur rétt í kjölfar 4,3 milljón bíla innköllun General Motors vegna bilaðra loftpúða, sem orsakast af galla í hugbúnaði. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Fiat Chrysler bílasamstæðan hefur innkallað 1,9 milljónir bíla vegna galla í öryggispúðum bílanna. Stóra fréttin er ef til vill sú að hér er ekki um að ræða öryggispúða framleidda af japanska fyrirtækinu Takata. Innköllunin kemur í kjölfar 3 dauðsfalla og 5 alvarlegra slysa að auki sökum galla í púðunum. Gallinn er fólginn í rafrænni bilun sem orsakar það að öryggispúðarnir blása ekki út og öryggisbeltin herðast heldur ekki að. Gallana fá finna í bílgerðunum Vhrysler Sebring, Chrysler 200, Dodge Caliber, Dodge Avenger, Jeep Patriot, Jeep Compass, og Lancia Flavia. Bílar framleiddir af Fiat Chrysler samstæðunni í dag eru ekki með þennan gallaða búnað. Þessi innköllun Fiat Chrysler kemur rétt í kjölfar 4,3 milljón bíla innköllun General Motors vegna bilaðra loftpúða, sem orsakast af galla í hugbúnaði.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent