Volvo birtir myndir af V90 Cross Country Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2016 16:25 Volvo V90 Cross Country á kunnuglegum stað í miðborg Reykjavíkur. Volvo birti í dag fyrstu myndir af þriðja bíl sínum sem ber stafina 90, en þar fer V90 Cross Country sem leysir af hólmi Volvo V70 Cross Country. Volvo V90 Cross Country er upphækkuð útgáfa hins nýútkomna flaggskips Volvo S90 wagon og á að vera færari um að glíma við erfiðar aðstæður. Bíllinn er fjórhjóladrifinn, með útstandandi brettaköntum og hlífðarplötum að framan og aftan til að verja hann betur í torfærum, allt eins og áður með Cross Country bíla Volvo. Stuðarar bílsins eru aðeins breyttir frá S90 bílnum, en að öðru leiti er bíllinn eins. Bíllinn er eins að innan og verður líklega í boði með sömu vélum. Volvo hefur ekki gefið upp verð bílsins og má búast við því að hann verði lítillega dýrari en S90 wagon. Eins og eftirspurnin í heiminum er eftir bílum með hærri sætisstöðu má fullt eins búast við að V90 Cross Country seljist betur en S90 bíllinn. Volvo V90 Cross Country fer í framleiðslu í haust og búast má við honum í sýningarsölum Volvo bráðlega. Þess má geta að ein af þessum fyrstu myndum sem Volvo nú birtir af bílnum er tekin í miðbæ Reykjavíkur, fyrir utan veitingastaðinn Apotek. Volvo V70 Cross Country hefur selst vel hér á landi og ekki við öðru að búast en þessi nýja gerð geri það einnig og margir bíði spenntir eftir að sjá hann í sýningarsal Brimborgar.Laglegur bíll Volvo V90 Cross Country.Volvoinn í íslenskri náttúru. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent
Volvo birti í dag fyrstu myndir af þriðja bíl sínum sem ber stafina 90, en þar fer V90 Cross Country sem leysir af hólmi Volvo V70 Cross Country. Volvo V90 Cross Country er upphækkuð útgáfa hins nýútkomna flaggskips Volvo S90 wagon og á að vera færari um að glíma við erfiðar aðstæður. Bíllinn er fjórhjóladrifinn, með útstandandi brettaköntum og hlífðarplötum að framan og aftan til að verja hann betur í torfærum, allt eins og áður með Cross Country bíla Volvo. Stuðarar bílsins eru aðeins breyttir frá S90 bílnum, en að öðru leiti er bíllinn eins. Bíllinn er eins að innan og verður líklega í boði með sömu vélum. Volvo hefur ekki gefið upp verð bílsins og má búast við því að hann verði lítillega dýrari en S90 wagon. Eins og eftirspurnin í heiminum er eftir bílum með hærri sætisstöðu má fullt eins búast við að V90 Cross Country seljist betur en S90 bíllinn. Volvo V90 Cross Country fer í framleiðslu í haust og búast má við honum í sýningarsölum Volvo bráðlega. Þess má geta að ein af þessum fyrstu myndum sem Volvo nú birtir af bílnum er tekin í miðbæ Reykjavíkur, fyrir utan veitingastaðinn Apotek. Volvo V70 Cross Country hefur selst vel hér á landi og ekki við öðru að búast en þessi nýja gerð geri það einnig og margir bíði spenntir eftir að sjá hann í sýningarsal Brimborgar.Laglegur bíll Volvo V90 Cross Country.Volvoinn í íslenskri náttúru.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent