Myndir sem þorðu að vera öðruvísi Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. september 2016 10:00 Hugleikur og Sjón eru ásamt Sigurjóni Kjartanssyni skipuleggjendur hátíðarinnar enda báðir miklir költmyndasælkerar. Vísir/Stefán Svartir sunnudagar halda núna upp á velgengni sína með Svörtum september - költhátíð í Bíói Paradís. Þeir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón eru mennirnir á bak við þetta verkefni sem hefur gengið óslitið síðustu fjögur árin. „Við erum að halda upp á þá staðreynd að við séum núna búnir að vera með Svarta sunnudaga núna, ja – lengur en við bjuggumst við, þetta er búið að vera í gangi núna í 3 – 4 ár. Við höfum sýnt upp undir hundrað kvikmyndir. Þannig að við ákváðum að skella í Svartan september, litla kvikmyndahátið til að hefja nýtt sýningarár – við sýnum þarna 8 myndir í röð sem við viljum kenna við költ, bæði myndir sem við höfum sýnt áður og aðrar sem við höfum ekki sýnt áður. Það sem hefur verið sýnt þarna áður er Saló – sem við sýndum á sunnudaginn, Pink Flamingos og Shining. Allt hitt er glænýtt – eða glænýtt og gamalt,“ segir Hugleikur Dagsson skipuleggjandi og einn af þremur heilum bakvið Svarta sunnudaga.Hvernig voru viðbrögðin við Saló, hún hefur jú alltaf verið nokkuð umdeild? „Mjög góð viðbrögð. Þessi mynd var svolítið í umræðunni núna, það er alltaf að bætast við orðspor hennar sem ein ógeðslegasta mynd allra tíma, sem hún er, en síðan á síðustu árum hefur ógeðið verið toppað nokkrum sinnum – en ógeðið hefur aldrei verið gert jafn listilega og í Saló, hún er bæði ljót og falleg á sama tíma.“Það hefur ekkert verið uppi fótur og fit þarna á sýningunni – fólk að ganga út eða falla í ómegin? „Neee, fólk í dag þolir svo margt. Það er í fyrsta lagi algjört smekksmál hvað er ógeðslegt – en þegar ég sá hana fyrst þegar við sýndum hana þá var það ekki ógeðið sem heillaði mig við Saló, heldur bara hversu fallega hún er skotin og hversu góð hún er sem mynd – þetta er nefnilega alveg frábær kvikmynd. Umhverfið er falleg, þetta er tekið á fallegu setri. En síðan er viðfangsefnið nauðganir og kúkaát. Ég kúgaðist síðast þegar ég horfði á hana – ég held að ég hafi bara kúgast allt í allt þrisvar yfir bíómynd. Út vikuna er það svo aðeins meira léttmeti en Saló, en auðvitað alltsaman klassík. Í gær var það The Bride of Frankenstein, í kvöld The Good, The Bad and The Ugly og Whatever Happened to Baby Jane þar á eftir og síðan Pink Flamingos. Hún var sýnd af okkur á síðast í Forboðnum febrúar þar sem við sýndum fjórar myndir sem höfðu verið bannaðar á Íslandi – þar á meðal Saló og Pink Flamingos. Vampiros Lesbos er mynd sem ég hlakka sérstaklega til að sýna því að það er sú mynd á þessum lista sem ég hef ekki séð. Síðan endum við hátíðina á The Shining sem ég hef bara einu sinni séð í bíó. Ég trúi að það verði uppselt á hana, The Shining laðar alltaf að. Ég er líka spenntur fyrir Creature of the Black Lagoon sem mér finnst vera, af öllum þessum gömlu Universal skrímslamyndum, sú flottasta – hún og The Bride of Frankenstein. Creature of the Black Lagoon er listilega skotin, það eru atriði í henni skotin neðansjávar sem eru einstaklega flott – það að sjá skrímslið í vatninu er rosalega flott, einstaklega vel heppnað.“Hvernig völduð þið þessa dagskrá? „Við völdum þetta bæði út frá það sem okkur fannst skemmtilegt að sjá aftur og við reyndum líka að hafa þetta svolítið fjölbreytt. Þetta er frá öllum tímabilum og einnig líka týpur af myndum – myndir eins og What Happened to Baby Jane og The Good, The Bad and The Ugly - ein er beisiklí sálfræðitryllir og hin er spaghettívestri. Síðan er shock elementið í Pink Flamingos á móti hinu risavaxna úthugsaða listaverki sem The Shining er. Það sem þær hinsvegar eiga allar sameiginlegt er að þær eru költmyndir og það sem költmynd eru, eru myndir sem þorðu að vera öðruvísi.“Myndirnar á hátíðinni 13 sept: THE GOOD, THE BAD AND THE UGLY – Sergio Leone Spaghettívestri hins ítalska Sergio Leone. Langar senur lausar við tal og epísk tónlist Ennio Morricone einkenna hana. 14 sept: WHAT EVER HAPPENED TO BABY JANE – Robert Aldrich (1962) Sálfræðitryllir um frægð og öfund hneykslaði mikið á sínum tíma fyrir söguþráð sem á þessum tíma var algjörlega óþekktur í kvikmyndum. Bette Davis og Joan Crawford leika aðalhlutverk og átti þessi mynd þátt í að hressa upp á feril þeirra beggja. 15 sept: CREATURE FROM THE BLACK LAGOON – Jack Arnold (1954) Skrímslamynd sem var skotin í þrívídd undir lok þrívíddartískunar fyrri sem byrjaði í krinum 1950. Kannski þekktust fyrir atriði sem gerðust undir vatnsyfirborðinu. 16 sept: PINK FLAMINGOS – John Waters (1972) Kolsvört grínmynd frá John Waters sem skrifaði, leikstýrði, klippti, skaut og framleiddi hana. Hluti af hinni svokölluðu rusl trílógíu (trash trilogy). Myndin fjallar í stuttu máli um nokkra einstaklinga sem keppast um að vera sem ógeðslegust. 17 sept: VAMPIROS LESBOS – Jesús Franco (1971) Vestur-þýsk hryllingsmynd með erótísku ívafi og hljóðspori sem varð ákaflega vinsælt mörgum árum síðar. Myndin varð ákaflega þekkt meðal annars útaf lesbísku þemanu í henni en það var ekki algengt á þessum tíma. 18 sept: THE SHINING – Stanley Kubrick (1980) Meistaraverk Stanley Kubrick eftir sögu Stephen King. Myndin hefur haft gríðarleg áhrif á poppkúltúr síðan hún kom út og flestir ættu að kannast við frasa eins og redrum og here's Johnny til að mynda. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Svartir sunnudagar halda núna upp á velgengni sína með Svörtum september - költhátíð í Bíói Paradís. Þeir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón eru mennirnir á bak við þetta verkefni sem hefur gengið óslitið síðustu fjögur árin. „Við erum að halda upp á þá staðreynd að við séum núna búnir að vera með Svarta sunnudaga núna, ja – lengur en við bjuggumst við, þetta er búið að vera í gangi núna í 3 – 4 ár. Við höfum sýnt upp undir hundrað kvikmyndir. Þannig að við ákváðum að skella í Svartan september, litla kvikmyndahátið til að hefja nýtt sýningarár – við sýnum þarna 8 myndir í röð sem við viljum kenna við költ, bæði myndir sem við höfum sýnt áður og aðrar sem við höfum ekki sýnt áður. Það sem hefur verið sýnt þarna áður er Saló – sem við sýndum á sunnudaginn, Pink Flamingos og Shining. Allt hitt er glænýtt – eða glænýtt og gamalt,“ segir Hugleikur Dagsson skipuleggjandi og einn af þremur heilum bakvið Svarta sunnudaga.Hvernig voru viðbrögðin við Saló, hún hefur jú alltaf verið nokkuð umdeild? „Mjög góð viðbrögð. Þessi mynd var svolítið í umræðunni núna, það er alltaf að bætast við orðspor hennar sem ein ógeðslegasta mynd allra tíma, sem hún er, en síðan á síðustu árum hefur ógeðið verið toppað nokkrum sinnum – en ógeðið hefur aldrei verið gert jafn listilega og í Saló, hún er bæði ljót og falleg á sama tíma.“Það hefur ekkert verið uppi fótur og fit þarna á sýningunni – fólk að ganga út eða falla í ómegin? „Neee, fólk í dag þolir svo margt. Það er í fyrsta lagi algjört smekksmál hvað er ógeðslegt – en þegar ég sá hana fyrst þegar við sýndum hana þá var það ekki ógeðið sem heillaði mig við Saló, heldur bara hversu fallega hún er skotin og hversu góð hún er sem mynd – þetta er nefnilega alveg frábær kvikmynd. Umhverfið er falleg, þetta er tekið á fallegu setri. En síðan er viðfangsefnið nauðganir og kúkaát. Ég kúgaðist síðast þegar ég horfði á hana – ég held að ég hafi bara kúgast allt í allt þrisvar yfir bíómynd. Út vikuna er það svo aðeins meira léttmeti en Saló, en auðvitað alltsaman klassík. Í gær var það The Bride of Frankenstein, í kvöld The Good, The Bad and The Ugly og Whatever Happened to Baby Jane þar á eftir og síðan Pink Flamingos. Hún var sýnd af okkur á síðast í Forboðnum febrúar þar sem við sýndum fjórar myndir sem höfðu verið bannaðar á Íslandi – þar á meðal Saló og Pink Flamingos. Vampiros Lesbos er mynd sem ég hlakka sérstaklega til að sýna því að það er sú mynd á þessum lista sem ég hef ekki séð. Síðan endum við hátíðina á The Shining sem ég hef bara einu sinni séð í bíó. Ég trúi að það verði uppselt á hana, The Shining laðar alltaf að. Ég er líka spenntur fyrir Creature of the Black Lagoon sem mér finnst vera, af öllum þessum gömlu Universal skrímslamyndum, sú flottasta – hún og The Bride of Frankenstein. Creature of the Black Lagoon er listilega skotin, það eru atriði í henni skotin neðansjávar sem eru einstaklega flott – það að sjá skrímslið í vatninu er rosalega flott, einstaklega vel heppnað.“Hvernig völduð þið þessa dagskrá? „Við völdum þetta bæði út frá það sem okkur fannst skemmtilegt að sjá aftur og við reyndum líka að hafa þetta svolítið fjölbreytt. Þetta er frá öllum tímabilum og einnig líka týpur af myndum – myndir eins og What Happened to Baby Jane og The Good, The Bad and The Ugly - ein er beisiklí sálfræðitryllir og hin er spaghettívestri. Síðan er shock elementið í Pink Flamingos á móti hinu risavaxna úthugsaða listaverki sem The Shining er. Það sem þær hinsvegar eiga allar sameiginlegt er að þær eru költmyndir og það sem költmynd eru, eru myndir sem þorðu að vera öðruvísi.“Myndirnar á hátíðinni 13 sept: THE GOOD, THE BAD AND THE UGLY – Sergio Leone Spaghettívestri hins ítalska Sergio Leone. Langar senur lausar við tal og epísk tónlist Ennio Morricone einkenna hana. 14 sept: WHAT EVER HAPPENED TO BABY JANE – Robert Aldrich (1962) Sálfræðitryllir um frægð og öfund hneykslaði mikið á sínum tíma fyrir söguþráð sem á þessum tíma var algjörlega óþekktur í kvikmyndum. Bette Davis og Joan Crawford leika aðalhlutverk og átti þessi mynd þátt í að hressa upp á feril þeirra beggja. 15 sept: CREATURE FROM THE BLACK LAGOON – Jack Arnold (1954) Skrímslamynd sem var skotin í þrívídd undir lok þrívíddartískunar fyrri sem byrjaði í krinum 1950. Kannski þekktust fyrir atriði sem gerðust undir vatnsyfirborðinu. 16 sept: PINK FLAMINGOS – John Waters (1972) Kolsvört grínmynd frá John Waters sem skrifaði, leikstýrði, klippti, skaut og framleiddi hana. Hluti af hinni svokölluðu rusl trílógíu (trash trilogy). Myndin fjallar í stuttu máli um nokkra einstaklinga sem keppast um að vera sem ógeðslegust. 17 sept: VAMPIROS LESBOS – Jesús Franco (1971) Vestur-þýsk hryllingsmynd með erótísku ívafi og hljóðspori sem varð ákaflega vinsælt mörgum árum síðar. Myndin varð ákaflega þekkt meðal annars útaf lesbísku þemanu í henni en það var ekki algengt á þessum tíma. 18 sept: THE SHINING – Stanley Kubrick (1980) Meistaraverk Stanley Kubrick eftir sögu Stephen King. Myndin hefur haft gríðarleg áhrif á poppkúltúr síðan hún kom út og flestir ættu að kannast við frasa eins og redrum og here's Johnny til að mynda.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira