Sundáhrif Sólveigar opna RIFF 29. september 2016 10:00 Sundáhrifin segir frá Samir sem er ástfanginn af sundkennara sínu, Agathe, og óskar að bæta ráð sitt gagnvart henni. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festival, RIFF, hefst í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er Sundáhrif, kvikmynd eftir Sólveigu Anspach og verður hún sýnd í stóra sal Háskólabíós í kvöld. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes í vor þar sem hún hlaut SACD-verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi kvikmyndina á lokahófi dagskrárinnar Director's Fortnight. Myndin segir frá Samir sem er ástfanginn af sundkennara sínu, Agathe, og óskar að bæta ráð sitt gagnvart henni. Samir eltir ástina til Íslands en verður fyrir rafstraumi sem gerir það að verkum að hann missir minnið og vandast þá málin því hvernig getur hann bætt upp fyrir nokkuð sem hann ekki man. Getur Agathe aðstoðað hann við að endurheimta minnið, og um leið ást hans í hennar garð? Florence Loiret Caille og Samir Guesmi fara með aðalhlutverkin. Með önnur hlutverk fara ljóðskáldið Didda Jónsdóttir, sem leikið hefur í alls fjórum myndum Sólveigar, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld. Tökur á Sundáhrifunum fóru fram í Frakklandi og á Íslandi árið 2014 og 2015. Sólveig glímdi við illvígt krabbamein á meðan á tökum stóð og lést í ágúst í fyrra. Hún leikstýrði alls fjórtán myndum á farsælum ferli sínum. „Við veljum Sundáhrifin af því að okkur finnst Sólveig vera frábær kvikmyndagerðarkona og við höfum sýnt mikið af myndum eftir hana. Þetta er fyrst og fremst skemmtileg og góð mynd. Ég var viðstödd heimsfrumsýninguna úti í Cannes og hún vakti mikla hrifningu gesta í salnum,“ sagði Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, í viðtali við Fréttablaðið í ágúst. RIFF verður sett við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í kvöld. Kvikmyndahátíðin stendur yfir í tíu daga, eða til 9. október næstkomandi. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festival, RIFF, hefst í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er Sundáhrif, kvikmynd eftir Sólveigu Anspach og verður hún sýnd í stóra sal Háskólabíós í kvöld. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes í vor þar sem hún hlaut SACD-verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi kvikmyndina á lokahófi dagskrárinnar Director's Fortnight. Myndin segir frá Samir sem er ástfanginn af sundkennara sínu, Agathe, og óskar að bæta ráð sitt gagnvart henni. Samir eltir ástina til Íslands en verður fyrir rafstraumi sem gerir það að verkum að hann missir minnið og vandast þá málin því hvernig getur hann bætt upp fyrir nokkuð sem hann ekki man. Getur Agathe aðstoðað hann við að endurheimta minnið, og um leið ást hans í hennar garð? Florence Loiret Caille og Samir Guesmi fara með aðalhlutverkin. Með önnur hlutverk fara ljóðskáldið Didda Jónsdóttir, sem leikið hefur í alls fjórum myndum Sólveigar, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld. Tökur á Sundáhrifunum fóru fram í Frakklandi og á Íslandi árið 2014 og 2015. Sólveig glímdi við illvígt krabbamein á meðan á tökum stóð og lést í ágúst í fyrra. Hún leikstýrði alls fjórtán myndum á farsælum ferli sínum. „Við veljum Sundáhrifin af því að okkur finnst Sólveig vera frábær kvikmyndagerðarkona og við höfum sýnt mikið af myndum eftir hana. Þetta er fyrst og fremst skemmtileg og góð mynd. Ég var viðstödd heimsfrumsýninguna úti í Cannes og hún vakti mikla hrifningu gesta í salnum,“ sagði Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, í viðtali við Fréttablaðið í ágúst. RIFF verður sett við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í kvöld. Kvikmyndahátíðin stendur yfir í tíu daga, eða til 9. október næstkomandi.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira