Suzuki S-Cross fær andlitslyftingu Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2016 09:41 Mun laglegri bíll og ekki vantar vélarúrvalið. Suzuki S-Cross hefur reynst Suzuki æði vel sem útspil í C-stærðarflokki bíla og selst vel um allan heim. Til að viðhalda góðri sölu á bílnum ætlar Suzuki að uppfæra bílinn mjög mikið með 2017 árgerð hans og breytist hann nokkuð í útliti, veghæð hans eykst og hann fær að auki nýja vélarkosti. Með því hefur hann enn meiri sérstöðu í þessum flokki bíla, þ.e. smárra jepplinga í C-stærðarflokki. Bíllinn mun hækka frá vegi úr 16,5 cm undir lægsta punkt í 18 cm og eru það góðar fréttir fyrir íslenska kaupendur S-Cross. Bíllinn fær LED ljós og stærra og grimmara grill. Hann fær að auki nýtt mælaborð með ríkulegri efnisnotkun og nýju og laglegra áklæði á sætum. Bíllinn fær að auki tvöfalt opnanlegt glerþak. Fá má bílinn í best búnu útfærslum með gervihnattarleiðsögukerfi, myndavélum að framan og aftan til að aðstoða við lagningu í stæði, upphitaða hliðarspegla og með tvöfalda tölvustýrða miðstöð. S-Cross mun nú bjóðast með 1,0 lítra og 111 hestafla forþjöppudrifna vél sem einnig má finna í nýjum Suzuki Baleno og Vitara S en þessi vél togar 170 Nm. Þá býðst einnig öflugri 138 hestafla 1,4 lítra Boosterjet vél með 220 Nm togi. S-Cross mun einnig fást með 1,6 lítra dísilvél með 320 Nm togi og þannig búinn verður hann afar frískur. AllGrip fjórhjóladrif er í bílnum og velja má um fjórar aksturstillingar eftir undirlagi.Með aukinni veghæð er S-Cross enn betri kostur hér á landi. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent
Suzuki S-Cross hefur reynst Suzuki æði vel sem útspil í C-stærðarflokki bíla og selst vel um allan heim. Til að viðhalda góðri sölu á bílnum ætlar Suzuki að uppfæra bílinn mjög mikið með 2017 árgerð hans og breytist hann nokkuð í útliti, veghæð hans eykst og hann fær að auki nýja vélarkosti. Með því hefur hann enn meiri sérstöðu í þessum flokki bíla, þ.e. smárra jepplinga í C-stærðarflokki. Bíllinn mun hækka frá vegi úr 16,5 cm undir lægsta punkt í 18 cm og eru það góðar fréttir fyrir íslenska kaupendur S-Cross. Bíllinn fær LED ljós og stærra og grimmara grill. Hann fær að auki nýtt mælaborð með ríkulegri efnisnotkun og nýju og laglegra áklæði á sætum. Bíllinn fær að auki tvöfalt opnanlegt glerþak. Fá má bílinn í best búnu útfærslum með gervihnattarleiðsögukerfi, myndavélum að framan og aftan til að aðstoða við lagningu í stæði, upphitaða hliðarspegla og með tvöfalda tölvustýrða miðstöð. S-Cross mun nú bjóðast með 1,0 lítra og 111 hestafla forþjöppudrifna vél sem einnig má finna í nýjum Suzuki Baleno og Vitara S en þessi vél togar 170 Nm. Þá býðst einnig öflugri 138 hestafla 1,4 lítra Boosterjet vél með 220 Nm togi. S-Cross mun einnig fást með 1,6 lítra dísilvél með 320 Nm togi og þannig búinn verður hann afar frískur. AllGrip fjórhjóladrif er í bílnum og velja má um fjórar aksturstillingar eftir undirlagi.Með aukinni veghæð er S-Cross enn betri kostur hér á landi.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent