Matt LeBlanc aðalþáttastjórnandi Top Gear næstu tvö árin Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2016 13:42 Matt LeBlanc verður aðalþáttastjórnandi Top Gear. Friends leikarinn Matt LeBlanc hefur fundið sér vinnu næstu tvö árin en BBC hefur ráðið hann sem aðalþáttastjórnanda Top Gear bílaþáttanna næstu tvö árin. Hann tekur við af Chris Evans sem stoppaði stutt við sem aðalþáttastjórnandi og þótti ansi ráðríkur við þáttastjórn sína. Hann hverfur því á braut og Matt LeBlanc tekur við. Með Matt LeBlanc verða hinsvegar kunnugleg andlit úr síðustu þáttaröð, þ.e. Chris Harris, Rory Reid, Eddie Jordan, og Sabine Schmitz, að ógleymdum Stig sem enginn veit hver raunverulega er. Chris Harris og Rory Reid verða annað og þriðja hjól undir vagni með Matt LeBlanc en þau hin koma sjaldnar við sögu. Með því er BBC að halda sig við þríeyki líkt og þegar Clarkson, Hammond og May stjórnuðu þættinum, með Clarkson sem fyrsta hjól, en Matt LeBlanc nú. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent
Friends leikarinn Matt LeBlanc hefur fundið sér vinnu næstu tvö árin en BBC hefur ráðið hann sem aðalþáttastjórnanda Top Gear bílaþáttanna næstu tvö árin. Hann tekur við af Chris Evans sem stoppaði stutt við sem aðalþáttastjórnandi og þótti ansi ráðríkur við þáttastjórn sína. Hann hverfur því á braut og Matt LeBlanc tekur við. Með Matt LeBlanc verða hinsvegar kunnugleg andlit úr síðustu þáttaröð, þ.e. Chris Harris, Rory Reid, Eddie Jordan, og Sabine Schmitz, að ógleymdum Stig sem enginn veit hver raunverulega er. Chris Harris og Rory Reid verða annað og þriðja hjól undir vagni með Matt LeBlanc en þau hin koma sjaldnar við sögu. Með því er BBC að halda sig við þríeyki líkt og þegar Clarkson, Hammond og May stjórnuðu þættinum, með Clarkson sem fyrsta hjól, en Matt LeBlanc nú.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent