Matt LeBlanc aðalþáttastjórnandi Top Gear næstu tvö árin Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2016 13:42 Matt LeBlanc verður aðalþáttastjórnandi Top Gear. Friends leikarinn Matt LeBlanc hefur fundið sér vinnu næstu tvö árin en BBC hefur ráðið hann sem aðalþáttastjórnanda Top Gear bílaþáttanna næstu tvö árin. Hann tekur við af Chris Evans sem stoppaði stutt við sem aðalþáttastjórnandi og þótti ansi ráðríkur við þáttastjórn sína. Hann hverfur því á braut og Matt LeBlanc tekur við. Með Matt LeBlanc verða hinsvegar kunnugleg andlit úr síðustu þáttaröð, þ.e. Chris Harris, Rory Reid, Eddie Jordan, og Sabine Schmitz, að ógleymdum Stig sem enginn veit hver raunverulega er. Chris Harris og Rory Reid verða annað og þriðja hjól undir vagni með Matt LeBlanc en þau hin koma sjaldnar við sögu. Með því er BBC að halda sig við þríeyki líkt og þegar Clarkson, Hammond og May stjórnuðu þættinum, með Clarkson sem fyrsta hjól, en Matt LeBlanc nú. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Friends leikarinn Matt LeBlanc hefur fundið sér vinnu næstu tvö árin en BBC hefur ráðið hann sem aðalþáttastjórnanda Top Gear bílaþáttanna næstu tvö árin. Hann tekur við af Chris Evans sem stoppaði stutt við sem aðalþáttastjórnandi og þótti ansi ráðríkur við þáttastjórn sína. Hann hverfur því á braut og Matt LeBlanc tekur við. Með Matt LeBlanc verða hinsvegar kunnugleg andlit úr síðustu þáttaröð, þ.e. Chris Harris, Rory Reid, Eddie Jordan, og Sabine Schmitz, að ógleymdum Stig sem enginn veit hver raunverulega er. Chris Harris og Rory Reid verða annað og þriðja hjól undir vagni með Matt LeBlanc en þau hin koma sjaldnar við sögu. Með því er BBC að halda sig við þríeyki líkt og þegar Clarkson, Hammond og May stjórnuðu þættinum, með Clarkson sem fyrsta hjól, en Matt LeBlanc nú.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent