New York löggan fær 250 Smart ForTwo Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2016 09:13 Litlir og sætir löggubílar í New York. Lögreglan í New York hefur ákveðið að taka í sína þjónustu 250 nýja Smart ForTwo bíla. Þessir bílar eru einir þeir allra minnstu sem framleiddir eru, en fyrir vikið eru þeir einkar meðfærilegir í þéttri umferðinni í “stóra eplinu”. Beygjuradíus Smart ForTwo er innan við 7 metra. Þessir bílar koma til með að leysa af hólmi þriggja hjóla mótorhjól sem lögreglan hefur haft til umráða í nokkurn tíma en þykja ekki ýkja þægileg vinnutæki. Víst má telja að betur fari um lögreglumenn í bílum með loftkælingu en á þessum mótorhjólum. Smart ForTwo bílarnir eru langt frá því að vera ógnvekjandi í baksýnisspeglum íbúa New York og fagnar lögreglan því að fá svo huggulega ásjónu. Smart hefur þegar afhent 100 svona bíla og brátt munu þeir verða 250 talsins. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Lögreglan í New York hefur ákveðið að taka í sína þjónustu 250 nýja Smart ForTwo bíla. Þessir bílar eru einir þeir allra minnstu sem framleiddir eru, en fyrir vikið eru þeir einkar meðfærilegir í þéttri umferðinni í “stóra eplinu”. Beygjuradíus Smart ForTwo er innan við 7 metra. Þessir bílar koma til með að leysa af hólmi þriggja hjóla mótorhjól sem lögreglan hefur haft til umráða í nokkurn tíma en þykja ekki ýkja þægileg vinnutæki. Víst má telja að betur fari um lögreglumenn í bílum með loftkælingu en á þessum mótorhjólum. Smart ForTwo bílarnir eru langt frá því að vera ógnvekjandi í baksýnisspeglum íbúa New York og fagnar lögreglan því að fá svo huggulega ásjónu. Smart hefur þegar afhent 100 svona bíla og brátt munu þeir verða 250 talsins.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent