Renault Zoe með 320 km drægni í París Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 12:40 Renault Zoe. Litli rafmagnsbíllinn Renault Zoe sem selst hefur mjög vel á meginlandi Evrópu fær myndarlega uppfærslu á næstunni hvað drægni bílsins varðar og verður hún kynnt á komandi bílasýningu í París. Núverandi Zoe bíll er með 145 km drægni, en með nýjum rafhlöðum frá LG fer drægnin í 320 kílómetra, sem er rúmlega tvöföldun. Renault seldi 18.469 Zoe bíla í Evrópu í fyrra, en það er um 20% allra seldra rafmagnsbíla í álfunni það ár. Hann var með 55% hlutdeild seldra rafmagnsbíla í Frakklandi í fyrra. Þó lítill sé mun þessi nýja gerð Zoe kosta 22.400 Evrur, en með því fylgja ekki rafhlöður bílsins sem eigendur bílanna leigja fyrir 49 Evrur á mánuði. Kuapendur Zoe fá reyndar endurgreiðslu frá franska ríkinu við kaup á Zoe og slíkar endurgreiðslur eru líka við lýði í nokkrum öðrum Evrópulöndum, svo endanlegt kaupverð bílsins er nokkru lægra en 22.400 Evrur. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent
Litli rafmagnsbíllinn Renault Zoe sem selst hefur mjög vel á meginlandi Evrópu fær myndarlega uppfærslu á næstunni hvað drægni bílsins varðar og verður hún kynnt á komandi bílasýningu í París. Núverandi Zoe bíll er með 145 km drægni, en með nýjum rafhlöðum frá LG fer drægnin í 320 kílómetra, sem er rúmlega tvöföldun. Renault seldi 18.469 Zoe bíla í Evrópu í fyrra, en það er um 20% allra seldra rafmagnsbíla í álfunni það ár. Hann var með 55% hlutdeild seldra rafmagnsbíla í Frakklandi í fyrra. Þó lítill sé mun þessi nýja gerð Zoe kosta 22.400 Evrur, en með því fylgja ekki rafhlöður bílsins sem eigendur bílanna leigja fyrir 49 Evrur á mánuði. Kuapendur Zoe fá reyndar endurgreiðslu frá franska ríkinu við kaup á Zoe og slíkar endurgreiðslur eru líka við lýði í nokkrum öðrum Evrópulöndum, svo endanlegt kaupverð bílsins er nokkru lægra en 22.400 Evrur.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent