Bera bragð villtrar náttúru Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 09:15 Grafnar gæsabringur á stökkum faltbökum með sýrðum villisveppum og hvannarkapersi. Vísir/Eyþór Árnason „Ég geri dálítið að því að veiða, bæði á stöng og með byssu. Það sem heillar mig mest við það er að vera með í öllu ferlinu þar til veiðin er komin á disk,“ segir Steinar Sveinsson, yfirkokkur á Mat og drykk á Grandagarði. Sá staður er þekktur fyrir að nýta íslenskt hráefni sem mest.Steinar nostrar við snitturnar. Steinar greip fugl úr eigin afla og gróf bringurnar sem hér birtast á mynd ofan á stökkum flatkökum með sýrðum villisveppum og hvannarkapersi.Þurrkaðir, íslenskir villisveppir eru alveg frábærir að mati Steinars. Vísir/Anton Brink„Gæsabringur eru flott hráefni, en þær eru misjafnlega seigar eftir aldri fuglanna. Besta trikkið í bókinni er að skera þær í þunnar sneiðar. Það er líka betra að grafa þær en steikja ef maður er ekki klár á aldrinum,“ segir hann. „Þessar bringur gróf ég á hefðbundinn hátt í salti og sykri við stofuhita í nokkra klukkutíma. Síðan skolaði ég þær og velti þeim upp úr hjúp, þannig kemur kryddbragðið. Þá er gott að setja þær í augnablik inn í kæli og svo eru þær tilbúnar til niðurskurðar.“Hvannarfræ eru bæði holl og gefa sérstakan keim. Þau er hægt að kaupa í heilsubúðum.Mynd/GunHann vekur athygli á að sýrðu villisveppirnir sem eru ofan á gæsasnittunum þurfi að liggja í leginum í kæliskáp í sólarhring og hvannarkapersið þurfi einn til tvo sólarhringa við stofuhita til að ná rétta bragðinu.Steinar er yfirkokkur á Mat og drykk.Vísir/EyþórSteinar kveðst hafa farið í veiðiferð um daginn en séð lítið af fugli. „Þá tíndi ég bara lerkisveppi og bláber í staðinn,“ lýsir hann. „Þurrkaðir íslenskir villisveppir eru alveg frábærir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016. Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
„Ég geri dálítið að því að veiða, bæði á stöng og með byssu. Það sem heillar mig mest við það er að vera með í öllu ferlinu þar til veiðin er komin á disk,“ segir Steinar Sveinsson, yfirkokkur á Mat og drykk á Grandagarði. Sá staður er þekktur fyrir að nýta íslenskt hráefni sem mest.Steinar nostrar við snitturnar. Steinar greip fugl úr eigin afla og gróf bringurnar sem hér birtast á mynd ofan á stökkum flatkökum með sýrðum villisveppum og hvannarkapersi.Þurrkaðir, íslenskir villisveppir eru alveg frábærir að mati Steinars. Vísir/Anton Brink„Gæsabringur eru flott hráefni, en þær eru misjafnlega seigar eftir aldri fuglanna. Besta trikkið í bókinni er að skera þær í þunnar sneiðar. Það er líka betra að grafa þær en steikja ef maður er ekki klár á aldrinum,“ segir hann. „Þessar bringur gróf ég á hefðbundinn hátt í salti og sykri við stofuhita í nokkra klukkutíma. Síðan skolaði ég þær og velti þeim upp úr hjúp, þannig kemur kryddbragðið. Þá er gott að setja þær í augnablik inn í kæli og svo eru þær tilbúnar til niðurskurðar.“Hvannarfræ eru bæði holl og gefa sérstakan keim. Þau er hægt að kaupa í heilsubúðum.Mynd/GunHann vekur athygli á að sýrðu villisveppirnir sem eru ofan á gæsasnittunum þurfi að liggja í leginum í kæliskáp í sólarhring og hvannarkapersið þurfi einn til tvo sólarhringa við stofuhita til að ná rétta bragðinu.Steinar er yfirkokkur á Mat og drykk.Vísir/EyþórSteinar kveðst hafa farið í veiðiferð um daginn en séð lítið af fugli. „Þá tíndi ég bara lerkisveppi og bláber í staðinn,“ lýsir hann. „Þurrkaðir íslenskir villisveppir eru alveg frábærir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016.
Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira