Keypti alla lokaframleiðslu Dodge Viper Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 13:37 Dodge Viper í keppnisbúningi. Á næsta ári lýkur framleiðslu kraftabílsins Dodge Viper og markar það endalok þessa allt að 640 hestafla tíu strokka bíls sem framleiddur hefur verið frá árinu 1992. Dodge ætlar að hætta framleiðslu hans vegna ónógrar sölu bílsins, en til er þó söluumboð í N-Karolínu sem hefur trú á því að enn séu margir áhugasamir kaupendur af bílnum. Þess vegna keypti þetta bílaumboð, Gerry Wood Dodge í Salisbury, alla þá framleiðslu sem á bílnum verður uns henni verður hætt, eða 140 bíla. Því mun þessir kaupendur, ef þeir á annað borð finnast, þurfa að snúa sér að Gerry Wood Dodge ef þeir vilja tryggja sér eitt af þessum síðustu eintökum af bílnum. Gerry Wood Dodge hefur pantað bílana í sérstökum útgáfum í fjölbreyttum litum sem ekki hafa sést áður á Viper bílum og sjást þrír þeirra hér að neðan.Einn sérlituðu bílanna sem Gerry Wood pantaði.Annar til.....og sá þriðji. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent
Á næsta ári lýkur framleiðslu kraftabílsins Dodge Viper og markar það endalok þessa allt að 640 hestafla tíu strokka bíls sem framleiddur hefur verið frá árinu 1992. Dodge ætlar að hætta framleiðslu hans vegna ónógrar sölu bílsins, en til er þó söluumboð í N-Karolínu sem hefur trú á því að enn séu margir áhugasamir kaupendur af bílnum. Þess vegna keypti þetta bílaumboð, Gerry Wood Dodge í Salisbury, alla þá framleiðslu sem á bílnum verður uns henni verður hætt, eða 140 bíla. Því mun þessir kaupendur, ef þeir á annað borð finnast, þurfa að snúa sér að Gerry Wood Dodge ef þeir vilja tryggja sér eitt af þessum síðustu eintökum af bílnum. Gerry Wood Dodge hefur pantað bílana í sérstökum útgáfum í fjölbreyttum litum sem ekki hafa sést áður á Viper bílum og sjást þrír þeirra hér að neðan.Einn sérlituðu bílanna sem Gerry Wood pantaði.Annar til.....og sá þriðji.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent