VW Golf R langbakur á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 10:00 Volkswagen Golf R Variant hefur verið í prufunum í Ölpunum að undanförnu. Líklega verður þessi lengri gerð af kraftabílnum Volkswagen Golf R Variant kynntur almenningi í næsta mánuði. Sést hefur til prufana á bílnum í Ölpunum á síðustu dögum og það í takmörkuðum felubúningi. Stutt er einnig í kynningu á andlitslyftri gerð Golf bílanna og því má ef til vill sjá við hverju er að búast í þeim efnum á þessum bíl, en svo virðist sem grill bílsins sé orðið lægra, afturendinn sé breyttur en hliðarnar alveg eins og á núverandi gerð. VW Golf R Variant mun væntanlega fá sömu 300 hestafla 2,0 lítra vélina og í styttri núverandi gerð hans. Enginn felubúningur sást á mælaborði prufubílsins og bendar það til þess að engar breytingar verði gerðar á því og líklega allri innréttingu bílsins. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent
Líklega verður þessi lengri gerð af kraftabílnum Volkswagen Golf R Variant kynntur almenningi í næsta mánuði. Sést hefur til prufana á bílnum í Ölpunum á síðustu dögum og það í takmörkuðum felubúningi. Stutt er einnig í kynningu á andlitslyftri gerð Golf bílanna og því má ef til vill sjá við hverju er að búast í þeim efnum á þessum bíl, en svo virðist sem grill bílsins sé orðið lægra, afturendinn sé breyttur en hliðarnar alveg eins og á núverandi gerð. VW Golf R Variant mun væntanlega fá sömu 300 hestafla 2,0 lítra vélina og í styttri núverandi gerð hans. Enginn felubúningur sást á mælaborði prufubílsins og bendar það til þess að engar breytingar verði gerðar á því og líklega allri innréttingu bílsins.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent