Benz eykur enn forskotið á BMW Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2016 12:00 Hatrömm barátta mun standa milli Benz og BMW út árið í heildarsölu. Allar líkur eru til þess að Mercedes Benz verði stærsti lúxusbílasali heims í ár og hrifsi þann titil af BMW sem haldið hefur honum í mörg ár. Sala Benz jókst um 12% í ágúst en sala BMW um 5%. Benz seldi 156.246 bíla í mánuðinum en BMW 142.554. Við það jókst munurinn milli fyrirtækjanna úr 30.442 bílum í 44.124. Benz hefur alls selt 1,32 milljón bíla í ár en BMW 1,28 milljón. Audi hefur selt 1,23 milljón bíla og vöxturinn þar á bæ var aðeins 2,9% í ágúst og 132.350 seldir bílar. Mercedes Benz naut gríðarmikillar sölu nýs E-Class bíls í ágúst, sem og góðri sölu í GLA og GLC bílunum og 25% vexti í sölu í Kína. Sala jeppa og jepplinga Benz jókst um 40% á milli ára í ágúst. Mikil eftirspurn er reyndar líka eftir BMW X3 jepplingnum og jókst sala hans um 30% í ágúst og um 9,9% og 11% í X4 og X5 bílunum. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent
Allar líkur eru til þess að Mercedes Benz verði stærsti lúxusbílasali heims í ár og hrifsi þann titil af BMW sem haldið hefur honum í mörg ár. Sala Benz jókst um 12% í ágúst en sala BMW um 5%. Benz seldi 156.246 bíla í mánuðinum en BMW 142.554. Við það jókst munurinn milli fyrirtækjanna úr 30.442 bílum í 44.124. Benz hefur alls selt 1,32 milljón bíla í ár en BMW 1,28 milljón. Audi hefur selt 1,23 milljón bíla og vöxturinn þar á bæ var aðeins 2,9% í ágúst og 132.350 seldir bílar. Mercedes Benz naut gríðarmikillar sölu nýs E-Class bíls í ágúst, sem og góðri sölu í GLA og GLC bílunum og 25% vexti í sölu í Kína. Sala jeppa og jepplinga Benz jókst um 40% á milli ára í ágúst. Mikil eftirspurn er reyndar líka eftir BMW X3 jepplingnum og jókst sala hans um 30% í ágúst og um 9,9% og 11% í X4 og X5 bílunum.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent