Benz með Formula 1 drifrás verður að veruleika Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2016 10:47 Svona gæti ofurbíll Mercedes Benz AMG-deildarinnar litið út. Í höfuðstöðvum Mercedes Benz hefur verið tekin ákvörðun um smíði bíls sem seldur verður almenningi og er með drifrás eins og er í Formula 1 bíl fyrirtækisins. Sá bíll gæti orðið allt að 1.300 hestöfl og mun vafalaust kosta skildinginn. Forstjóri mótorsportdeildar Mercedes Benz, AMG segir að ekki verði um ræða drifrás sem líkist þeirri í keppnisbílum þeirra, heldur alveg eins drifrás og að það framkalli hjá honum gæsahúð. Slík drifrás sé ekki einföld í smíðum og hún þurfi mikla kælingu. Mercedes Benz tilkynnti um þessi áform sín fyrst á bílasýningunni í París, sem er nýafstaðin. Líklega verður brunavélin í bílnum V6 vél, en auk þess mjög öflugir rafmagnsmótorar. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, enda erfitt að skila öllu þessu afli í götuna eingöngu gegnum annan öxul bílsins. Til stendur að þessi bíll verði tilbúinn á 50 ára afmælisári AMG-deildar Mercedes Benz á næsta ári. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent
Í höfuðstöðvum Mercedes Benz hefur verið tekin ákvörðun um smíði bíls sem seldur verður almenningi og er með drifrás eins og er í Formula 1 bíl fyrirtækisins. Sá bíll gæti orðið allt að 1.300 hestöfl og mun vafalaust kosta skildinginn. Forstjóri mótorsportdeildar Mercedes Benz, AMG segir að ekki verði um ræða drifrás sem líkist þeirri í keppnisbílum þeirra, heldur alveg eins drifrás og að það framkalli hjá honum gæsahúð. Slík drifrás sé ekki einföld í smíðum og hún þurfi mikla kælingu. Mercedes Benz tilkynnti um þessi áform sín fyrst á bílasýningunni í París, sem er nýafstaðin. Líklega verður brunavélin í bílnum V6 vél, en auk þess mjög öflugir rafmagnsmótorar. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, enda erfitt að skila öllu þessu afli í götuna eingöngu gegnum annan öxul bílsins. Til stendur að þessi bíll verði tilbúinn á 50 ára afmælisári AMG-deildar Mercedes Benz á næsta ári.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent