Bílasala í Evrópu jókst um 7,3% í september Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2016 11:50 Bílaumferð á Spáni. Góð bílasala í Evrópu á árinu hélt áfram í nýliðnum september og seldust 7,3% fleiri bílar en í sama mánuði í fyrra. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína, þó ekki Peugeot-Citroën og Volkswagen heldur áfram að tapa markaðshlutdeild. Heildarsala í álfunni nam 1.496 þúsund bílum, en salan í fyrra var 1.395 þúsund bílar, eða aukning um 101.000 bíla. Langur vegur er milli gengi franska bílasmiðsins Renault, sem náði 19% aukningu í september og Peugeot-Citroën sem upplifði 5,8% samdrátt. Mikil sala í Renault Captur, Kadjar, Talisman og Espace var helsta ástæðan fyrir frábærri sölu bíla Renault. Sala Fiat-Chrysler jókst um 14% en sala Opel/Vauxhall jókst aðeins um 3,9%. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar jókst um 5,6%, en Skoda náði mestri aukningu, eða 8,9%, Audi 8,5% og Porsche 8,4%. Volkswagen bílar náðu hinsvegar aðeins 3,8% aukningu. Kia gekk best meðal asísku framleiðendanna og var með 12% aukningu, Toyota 7,6% og Nissan 3,2%. Sala bíla í Evrópu á fyrstu 9 mánuðum ársins er nú 7,7% meiri en í fyrra og stendur nú í 11,6 milljón bílum. Sala bíla í álfunni hefur verið með ágætum allt frá áriunu 2013, eftir samdráttarskeið frá hruni. Mest aukning í bílasölu í september varð á Ítalíu, eða 17% og 14% á Spáni og 9,4% í Þýskalandi. Aðeins varð þó 2,5% aukning í Frakklandi og 1,6% í Bretlandi. Aukning í bílasölu hér á landi í september varð þó meiri en í öllum þessum löndum. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent
Góð bílasala í Evrópu á árinu hélt áfram í nýliðnum september og seldust 7,3% fleiri bílar en í sama mánuði í fyrra. Næstum allir bílaframleiðendur juku sölu sína, þó ekki Peugeot-Citroën og Volkswagen heldur áfram að tapa markaðshlutdeild. Heildarsala í álfunni nam 1.496 þúsund bílum, en salan í fyrra var 1.395 þúsund bílar, eða aukning um 101.000 bíla. Langur vegur er milli gengi franska bílasmiðsins Renault, sem náði 19% aukningu í september og Peugeot-Citroën sem upplifði 5,8% samdrátt. Mikil sala í Renault Captur, Kadjar, Talisman og Espace var helsta ástæðan fyrir frábærri sölu bíla Renault. Sala Fiat-Chrysler jókst um 14% en sala Opel/Vauxhall jókst aðeins um 3,9%. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar jókst um 5,6%, en Skoda náði mestri aukningu, eða 8,9%, Audi 8,5% og Porsche 8,4%. Volkswagen bílar náðu hinsvegar aðeins 3,8% aukningu. Kia gekk best meðal asísku framleiðendanna og var með 12% aukningu, Toyota 7,6% og Nissan 3,2%. Sala bíla í Evrópu á fyrstu 9 mánuðum ársins er nú 7,7% meiri en í fyrra og stendur nú í 11,6 milljón bílum. Sala bíla í álfunni hefur verið með ágætum allt frá áriunu 2013, eftir samdráttarskeið frá hruni. Mest aukning í bílasölu í september varð á Ítalíu, eða 17% og 14% á Spáni og 9,4% í Þýskalandi. Aðeins varð þó 2,5% aukning í Frakklandi og 1,6% í Bretlandi. Aukning í bílasölu hér á landi í september varð þó meiri en í öllum þessum löndum.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent