Mótorhjól BMW heldur sjálft jafnvægi Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2016 09:19 Framtíðarsýn BMW í framleiðslu mótorhjóla. Mótorhjól framtíðarinnar verða svo örugg að ökumenn þeirra geta ekið þeim án hjálma segja forsvarsmenn BMW. BMW kynnti í gær sitt nýjasta mótorhjól, Motorrad Vision Next 100, hjól sem finnur sitt eigið jafnvægi, en hjólið er kynnt á 100 ára afmælisári fyrirtækisins. Motorrad Vision Next 100 er rafmagnshjól og þegar það staðnæmist þarf ökumaður þess ekki að hafa fyrir því að halda jafnvægi á því, það gerir það sjálft. Það sem meira er, ef ökumaðurinn reynir að breyta jafnvægi hjólsins leiðréttir það jafnvægi sjálft. BMW á þó ekki von á því að svona hjól komi á markað fyrr en nálægt árinu 2030. Ekki er þó gert ráð fyrir því því að mótorhjólið aki sjálft eins og margir bílaframleiðendur eru nú að útbúa bíla sína og segja þeir BMW menn að langt sé að bíða þess og að sú tækni ryðji sér til rúms í mótorhjólum. Of mikið af slysum hafi átt sér stað nú þegar við prófanir á sjálfakandi bílum og ökumenn mótorhjóla kjósi ekki slíkan búnað, þeir vilji ráða sér sjálfir. Skemmst er að minnast slæmra slysa á sjálfakandi bílum í Kína og og Bandaríkjunum og Tesla bíll ók í veg fyrir rútu í norðurhluta Þýskalands nýlega. Engu að síður stefnir BMW á að kynna sjálfakandi bíl árið 2021 og verður sá bíll þróaður í samvinnu við Intel og ísraelska tæknifyrirtækið Mobileye. BMW hefur líka bundist samstarfi við Audi og Mercedes Benz við kaup á staðsetningarbúnaðinum Here frá Nokia til að gera slíkt mögulegt. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Mótorhjól framtíðarinnar verða svo örugg að ökumenn þeirra geta ekið þeim án hjálma segja forsvarsmenn BMW. BMW kynnti í gær sitt nýjasta mótorhjól, Motorrad Vision Next 100, hjól sem finnur sitt eigið jafnvægi, en hjólið er kynnt á 100 ára afmælisári fyrirtækisins. Motorrad Vision Next 100 er rafmagnshjól og þegar það staðnæmist þarf ökumaður þess ekki að hafa fyrir því að halda jafnvægi á því, það gerir það sjálft. Það sem meira er, ef ökumaðurinn reynir að breyta jafnvægi hjólsins leiðréttir það jafnvægi sjálft. BMW á þó ekki von á því að svona hjól komi á markað fyrr en nálægt árinu 2030. Ekki er þó gert ráð fyrir því því að mótorhjólið aki sjálft eins og margir bílaframleiðendur eru nú að útbúa bíla sína og segja þeir BMW menn að langt sé að bíða þess og að sú tækni ryðji sér til rúms í mótorhjólum. Of mikið af slysum hafi átt sér stað nú þegar við prófanir á sjálfakandi bílum og ökumenn mótorhjóla kjósi ekki slíkan búnað, þeir vilji ráða sér sjálfir. Skemmst er að minnast slæmra slysa á sjálfakandi bílum í Kína og og Bandaríkjunum og Tesla bíll ók í veg fyrir rútu í norðurhluta Þýskalands nýlega. Engu að síður stefnir BMW á að kynna sjálfakandi bíl árið 2021 og verður sá bíll þróaður í samvinnu við Intel og ísraelska tæknifyrirtækið Mobileye. BMW hefur líka bundist samstarfi við Audi og Mercedes Benz við kaup á staðsetningarbúnaðinum Here frá Nokia til að gera slíkt mögulegt.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent