Mitsubishi keypt af Renault-Nissan í enda árs Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2016 13:04 Mitsubishi eX tilraunabíll sem nú er kynntur á bílasýningunni í París. Heimildir frá Automotive News herma að bílaframleiðsludeild Mitsubishi muni verða tekin yfir af Renault-Nissan við enda þessa árs og að þá verði kynnt mikil áform um þróun Mitsubishi bíla. Meiningin er að Mitsubishi muni bæði tengjast mikið bílaframleiðslu Renault og Nissan. Reyndar hefur talsvert samstarf verið á milli Mitsubishi og Nissan og hefur Mitsubishi framleitt margan bílinn fyrir Nissan í gegnum árin, ekki síst hvað varðar smíði minni “kei-car” bíla fyrir Japansmarkað. Mitsubishi var staðið að því í apríl síðastliðnum að falsa eyðslutölur bíla sinna og hrapaði gengi í bréfum Mitsubishi stórlega við þær fréttir. Í kjölfar þess keypti Renault-Nissan hluta af Mitsubishi og nú stendur til að allt hlutafé þess verði yfirtekið af Renault-Nissan. Hneykslið varð einnig til þess að forstjóri Mitsubishi sagði af sér. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent
Heimildir frá Automotive News herma að bílaframleiðsludeild Mitsubishi muni verða tekin yfir af Renault-Nissan við enda þessa árs og að þá verði kynnt mikil áform um þróun Mitsubishi bíla. Meiningin er að Mitsubishi muni bæði tengjast mikið bílaframleiðslu Renault og Nissan. Reyndar hefur talsvert samstarf verið á milli Mitsubishi og Nissan og hefur Mitsubishi framleitt margan bílinn fyrir Nissan í gegnum árin, ekki síst hvað varðar smíði minni “kei-car” bíla fyrir Japansmarkað. Mitsubishi var staðið að því í apríl síðastliðnum að falsa eyðslutölur bíla sinna og hrapaði gengi í bréfum Mitsubishi stórlega við þær fréttir. Í kjölfar þess keypti Renault-Nissan hluta af Mitsubishi og nú stendur til að allt hlutafé þess verði yfirtekið af Renault-Nissan. Hneykslið varð einnig til þess að forstjóri Mitsubishi sagði af sér.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent