Mercedes Benz EQ rafmagnsbíll á göturnar árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 10:14 Mercedes Benz EQ rafmagnsbíllinn í Bremen. Höfuðstöðvar rafmagnsbílaframleiðslu Mercedes Benz verður í Bremen og þeirra fyrsti bíll er þar í þróun og hefur fengið nafnið EQ. Þessi bíll mun koma á göturnar árið 2020 og tugur annarra slíkra rafmagnsbíla mun fylgja í kjölfarið og verða komnir í sölu árið 2025. Þá býst Mercedes Benz við því að hreinræktaðir rafmagnsbílar verði orðnir 15-25% af heildarsölu fyrirtækisins. Miðað við það hlutfall er markmið þýskra yfirvalda að útrýma bílum með brunavélum árið 2030 ekki raunhæft, en slíkt markmið hefur reyndar ekki verið samkykkt á þýska þinginu ennþá. Í Bremen eru nú smíðaðir tengiltvinnbílar Benz, sem og hefðbundnir bílar með brunavélar. Dæmi um tengiltvinnbíla sem þar eru smíðaðir eru C-Class og GLC. Í Bremen stendur einnig til að smíða GLC vetnisbíl og á hann að koma á markað strax á næsta ári. Mercedes Benz stefnir að því að smíða eigin rafhlöður og það í Þýskalandi, nánar tiltekið í Kamenz og mun smíði þeirra hefjast árið 2018. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Höfuðstöðvar rafmagnsbílaframleiðslu Mercedes Benz verður í Bremen og þeirra fyrsti bíll er þar í þróun og hefur fengið nafnið EQ. Þessi bíll mun koma á göturnar árið 2020 og tugur annarra slíkra rafmagnsbíla mun fylgja í kjölfarið og verða komnir í sölu árið 2025. Þá býst Mercedes Benz við því að hreinræktaðir rafmagnsbílar verði orðnir 15-25% af heildarsölu fyrirtækisins. Miðað við það hlutfall er markmið þýskra yfirvalda að útrýma bílum með brunavélum árið 2030 ekki raunhæft, en slíkt markmið hefur reyndar ekki verið samkykkt á þýska þinginu ennþá. Í Bremen eru nú smíðaðir tengiltvinnbílar Benz, sem og hefðbundnir bílar með brunavélar. Dæmi um tengiltvinnbíla sem þar eru smíðaðir eru C-Class og GLC. Í Bremen stendur einnig til að smíða GLC vetnisbíl og á hann að koma á markað strax á næsta ári. Mercedes Benz stefnir að því að smíða eigin rafhlöður og það í Þýskalandi, nánar tiltekið í Kamenz og mun smíði þeirra hefjast árið 2018.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent