Svakaleg velta hjá Svani í Tennessee Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 10:57 Fjöldi íslenskra torfærukeppanda sýndu frábær tilþrif í heilmikilli torfærukeppni sem haldin var í Tennesse í Bandaríkjunum um daginn. Einn þeirra var Svanur Örn Tómasson á Insane bíl sínum. Hann varð fyrir því að velta bíl sínum í einni af erfiðari þrautum keppninnar og steyptist bíll hans með miklu afli niður bratta brekku og endaði í pörtum á flata þar fyrir neðan. Þessa svakalegu veltu má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Áhorfendur tóku mikil andköf og heyrast mikil hræðsluhljóð frá þeim í myndskeiðinu, enda töldu þeir ólíklegt að Svanur væri heill heilsu inní brakinu, en þó reyndist svo vera. Liðsmenn Insane bílsins dóu ekki ráðalausir þó svo bíll þeirra væri ansi illa leikinn og gerðu við hann alla nóttina eftir. Daginn eftir ók svo sonur Svans bílnum áfram í keppninni. Það er ekki að spyrja að Íslendingum í torfæruakstri. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Fjöldi íslenskra torfærukeppanda sýndu frábær tilþrif í heilmikilli torfærukeppni sem haldin var í Tennesse í Bandaríkjunum um daginn. Einn þeirra var Svanur Örn Tómasson á Insane bíl sínum. Hann varð fyrir því að velta bíl sínum í einni af erfiðari þrautum keppninnar og steyptist bíll hans með miklu afli niður bratta brekku og endaði í pörtum á flata þar fyrir neðan. Þessa svakalegu veltu má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Áhorfendur tóku mikil andköf og heyrast mikil hræðsluhljóð frá þeim í myndskeiðinu, enda töldu þeir ólíklegt að Svanur væri heill heilsu inní brakinu, en þó reyndist svo vera. Liðsmenn Insane bílsins dóu ekki ráðalausir þó svo bíll þeirra væri ansi illa leikinn og gerðu við hann alla nóttina eftir. Daginn eftir ók svo sonur Svans bílnum áfram í keppninni. Það er ekki að spyrja að Íslendingum í torfæruakstri.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent